Reese bætti met þegar hún sökkti Clark í uppgjöri nýliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 11:30 Barátta Angel Reese og Caitlin Clark mun án efa halda áfram næstu árin. Emilee Chinn/Getty Images Angel Reese hafði betur gegn Caitlin Clark í því sem kalla mætti uppgjöri nýliða WNBA-deildarinnar í körfubolta. Þær tvær vöktu gríðarlega athygli í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð og hafa haldið því áfram í upphafi leiktíðar. Segja má að 2024 árgangur WNBA-deildarinnar sé einhver sá mest spennandi frá upphafi. Vísir hefur fjallað ítarlega um uppgang Caitlin Clark og hennar ótrúlegu ár í háskólaboltanum vestanhafs en sá er gríðarlega vinsæll. Reese hefur hins vegar varið eigið orðspor og sagt að ástæðan fyrir auknu áhorfi á WNBA-deildina sé ekki eingöngu Clark að þakka heldur einnig sér sem og öðrum upprennandi stjörnum. Segja má að þrjár stjörnur hafi komið inn í deildina fyrir yfirstandandi leiktíð en Cameron Brink var valin af Los Angeles Sparks í nýliðavalinu í ár. Því miður fyrir hana, og Sparks, þá sleit Brink krossband í hné á dögunum og verður því ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. Breaking: The Sparks said that Cameron Brink suffered a left torn ACL in Tuesday's game vs. the Sun.Additional details will be provided at a later date. pic.twitter.com/WBTfC0dRXe— ESPN (@espn) June 19, 2024 En að leik næturinnar, hans var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem um var að ræða uppgjör Reese og Clark en sú fyrrnefnda stóð uppi sem meistari árið 2023 en féll úr leik gegn Clark í átta liða úrslitum á þessu ári. Það sama var upp á teningnum í nótt og til að nudda salti í sárin setti Reese met í WNBA-deildinni þegar hún nældi í sína áttundu tvöföldu tvennu í röð þegar lið hennar Chicago Sky vann eins stigs sigur á Caitlin Clark og stöllum hennar í Indiana Fever, lokatölur 88-87. Reese var stigahæst allra á vellinum með 25 stig ásamt því að taka flest fráköst allra á vellinum eða 16 talsins. Clark skoraði „aðeins“ 17 stig í liði Fever en var eini leikmaður vallarins sem komst í tveggja stafa tölu þegar kom að stoðsendingum, alls gaf hún 13 slíkar. Það stefnir ekki í að ofurstjörnurnar upprennandi verði jafn sigursælar í ár og þær voru í háskólaboltanum þar sem lið þeirra hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Það er hins vegar gömul saga og ný þegar kemur að nýliðum, það tekur þá nær alltaf nokkur ár að gera sig gildandi í deild þeirra bestu. Körfubolti WNBA Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Sjá meira
Segja má að 2024 árgangur WNBA-deildarinnar sé einhver sá mest spennandi frá upphafi. Vísir hefur fjallað ítarlega um uppgang Caitlin Clark og hennar ótrúlegu ár í háskólaboltanum vestanhafs en sá er gríðarlega vinsæll. Reese hefur hins vegar varið eigið orðspor og sagt að ástæðan fyrir auknu áhorfi á WNBA-deildina sé ekki eingöngu Clark að þakka heldur einnig sér sem og öðrum upprennandi stjörnum. Segja má að þrjár stjörnur hafi komið inn í deildina fyrir yfirstandandi leiktíð en Cameron Brink var valin af Los Angeles Sparks í nýliðavalinu í ár. Því miður fyrir hana, og Sparks, þá sleit Brink krossband í hné á dögunum og verður því ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. Breaking: The Sparks said that Cameron Brink suffered a left torn ACL in Tuesday's game vs. the Sun.Additional details will be provided at a later date. pic.twitter.com/WBTfC0dRXe— ESPN (@espn) June 19, 2024 En að leik næturinnar, hans var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem um var að ræða uppgjör Reese og Clark en sú fyrrnefnda stóð uppi sem meistari árið 2023 en féll úr leik gegn Clark í átta liða úrslitum á þessu ári. Það sama var upp á teningnum í nótt og til að nudda salti í sárin setti Reese met í WNBA-deildinni þegar hún nældi í sína áttundu tvöföldu tvennu í röð þegar lið hennar Chicago Sky vann eins stigs sigur á Caitlin Clark og stöllum hennar í Indiana Fever, lokatölur 88-87. Reese var stigahæst allra á vellinum með 25 stig ásamt því að taka flest fráköst allra á vellinum eða 16 talsins. Clark skoraði „aðeins“ 17 stig í liði Fever en var eini leikmaður vallarins sem komst í tveggja stafa tölu þegar kom að stoðsendingum, alls gaf hún 13 slíkar. Það stefnir ekki í að ofurstjörnurnar upprennandi verði jafn sigursælar í ár og þær voru í háskólaboltanum þar sem lið þeirra hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Það er hins vegar gömul saga og ný þegar kemur að nýliðum, það tekur þá nær alltaf nokkur ár að gera sig gildandi í deild þeirra bestu.
Körfubolti WNBA Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Sjá meira