Grikkir fengu verðlaun í nafni Vigdísar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júní 2024 15:56 Frá verðlaunaafhendingunni í Strassborg í dag. Evrópuráðsþingið Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi verið viðstödd afhendinguna. Irida Women‘s Center samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin sem voru stofnuð árið 2016, þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands, bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól. Fram kemur að Vigdísarverðlaunin hafi verið stofnsett í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu og í aðdraganda leiðtogafundar ráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023. Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands standa að verðlaununum sem ætlað er að vekja athygli á einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem stuðlað hafa að valdeflingu kvenna með framúrskarandi hætti, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta. Nýju alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin hafa þegar hlotið athygli víða en þau verða veitt árlega í júní-lotu Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Alls bárust 123 tilnefningar til verðlaunanna frá öllum heimshlutum en þrír hlutu tilnefningu í byrjun maí. Auk Irida Women‘s Center fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu verðlaunagripinn Kviku eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur við hátíðlega athöfn í morgun. Listaverkið er úr gleri og með tilvísun í íslenska náttúru og tungu. „Það var mér mikill heiður að flytja ávarp við afhendingu fyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur. Ég fékk í ávarpi mínu tækifæri til þess að undirstrika framlag Vigdísar og áhrif hennar, jafnt innan íslensks samfélags sem utan, eins og greina mátti við fjölsótta athöfn í Strassborg í dag sem fólk hvaðanæva að sótti,“ er haft eftir Guðmundi Inga. „Á fundum sem ég átti jafnframt með fulltrúum Evrópuráðsins í dag kom fram að framganga Íslands á sviði jafnréttismála, og að því er varðar málefni hinsegin fólks, vekur enn verðskuldaða athygli og óskað er eftir frekari samstarfi við okkur á þeim sviðum.“ Guðmundur Ingi átti fundi með aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, forseta Evrópuráðsþingsins og sérfræðingum Evrópuráðsins á sviði jafnréttis- og félagsmála. Jafnréttismál Evrópusambandið Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Frakkland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi verið viðstödd afhendinguna. Irida Women‘s Center samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin sem voru stofnuð árið 2016, þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands, bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól. Fram kemur að Vigdísarverðlaunin hafi verið stofnsett í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu og í aðdraganda leiðtogafundar ráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023. Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands standa að verðlaununum sem ætlað er að vekja athygli á einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem stuðlað hafa að valdeflingu kvenna með framúrskarandi hætti, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta. Nýju alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin hafa þegar hlotið athygli víða en þau verða veitt árlega í júní-lotu Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Alls bárust 123 tilnefningar til verðlaunanna frá öllum heimshlutum en þrír hlutu tilnefningu í byrjun maí. Auk Irida Women‘s Center fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu verðlaunagripinn Kviku eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur við hátíðlega athöfn í morgun. Listaverkið er úr gleri og með tilvísun í íslenska náttúru og tungu. „Það var mér mikill heiður að flytja ávarp við afhendingu fyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur. Ég fékk í ávarpi mínu tækifæri til þess að undirstrika framlag Vigdísar og áhrif hennar, jafnt innan íslensks samfélags sem utan, eins og greina mátti við fjölsótta athöfn í Strassborg í dag sem fólk hvaðanæva að sótti,“ er haft eftir Guðmundi Inga. „Á fundum sem ég átti jafnframt með fulltrúum Evrópuráðsins í dag kom fram að framganga Íslands á sviði jafnréttismála, og að því er varðar málefni hinsegin fólks, vekur enn verðskuldaða athygli og óskað er eftir frekari samstarfi við okkur á þeim sviðum.“ Guðmundur Ingi átti fundi með aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, forseta Evrópuráðsþingsins og sérfræðingum Evrópuráðsins á sviði jafnréttis- og félagsmála.
Jafnréttismál Evrópusambandið Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Frakkland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira