Innlent

Þriðji stríðsþristurinn á leiðinni til Reykja­víkur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Forystuflugvél Normandí-innrásarinnar „That's All, Brother" á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Hún mun sjást í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Forystuflugvél Normandí-innrásarinnar „That's All, Brother" á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Hún mun sjást í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni Einarsson

Tvær Douglas Dakota-flugvélar, sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöld, hófu sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli í dag, önnur í morgun en hin í hádeginu, eftir nokkurra daga viðdvöl á Íslandi. Þeir flugáhugamenn sem misstu af vélunum þurfa þó ekki að örvænta. Þær verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Jafnframt gefst mönnum færi á að sjá slíka vél lenda á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þriðji stríðsþristurinn er nefnilega á leið til landsins frá Prestwick í Skotlandi. Það er flugvélin Placid Lassie og er lending áætluð um klukkan 19:20.

Þristurinn „Placid Lassie“ er væntanlegur til Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. Flugvélin var smíðuð í júlí árið 1943 í Kaliforníu og verður því 81 árs í næsta mánuði.Vilhelm Gunnarsson

Placid Lassie var í hópi þeirrra 800 Dakota-véla sem tóku þátt í innrásinni á D-deginum þann 6. júní 1944. Forystuvél flugflotans, „That's All, Brother", var önnur þeirra sem flugu frá Reykjavík fyrr í dag.

Þristarnir millilenda hér á leið sinni til Bandaríkjanna eftir að hafa tekið þátt í minningararathöfnum og flugsýningum í Evrópu vegna 80 ára afmælis innrásarinnar í Normandí. Þær fóru einnig um Reykjavíkurflugvöll fyrir rúmum mánuði á leið sinni til Evrópu.


Tengdar fréttir

Merkasti stríðsþristurinn á heimleið frá Normandí

Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×