Skerðingargildra eldra fólks Viðar Eggertsson skrifar 25. júní 2024 18:02 Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Langoftast er þetta vegna þess að fólk hefur vanáætlað fjármagnstekjur síðasta verðbólguárs. Ég kalla þetta „verðbólguár“ því þegar verðbólga ríkir eins og hefur verið hér síðustu ár þá eru innlánsvextir af sparifé hærri en ella og skila því hærri ávöxtun í krónum talið, en eru þó yfirleitt neikvæðir vextir samt. Á heimasíðu TR segir: „Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnum fer almennt fram í lok maí eftir skil á skattframtali. Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.“ Það er nánast útilokað fyrir fólk að sjá fyrir fram þegar það gerir tekjuáætlun sem skilað er inn til TR í upphafi árs hverjar fjármagnstekjur verða í lok árs af venjulegum sparireikningum. Þessir neikvæðu vextir af venjulegum sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við uppgjör ársins 2023 eru þúsundir ellilífeyristaka í skuld við Tryggingastofnun ríkisins og ellilífeyrir þeirra verður skertur frá 1. september nk. þar til meint skuld er uppgreidd. Hér er um að ræða venjulegan sparnað eldra fólks sem það hefur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvæntum útgjöldum eins og fara gerir. Enda geta óvænt útgjöld vegna ýmissa brýnna mála sett afkomu eldra fólks í uppnám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borgara býr við skertari afkomumöguleika en fólk sem enn er á vinnumarkaði. Í skattalöggjöfinni er viðurkennt að ávöxtun af venjulegum sparireikningum getur verið neikvæð þótt þeir skili einhverjum krónum. Því er frítekjumark fjármagnstekna í skattalöggjöfinni 300.000 kr. á ári. Þessa frítekjumarks njóta allir að sjálfsögðu. En þegar kemur að almannatryggingum er ekkert slíkt frítekjumark. Þar er hver einasta króna af neikvæðum vöxtum sparireikninga talin til tekna og kemur til fullrar skerðingar á ellilífeyri frá TR. Eldri borgarar greiða eins og aðrir 22% fjármagnstekjuskatt sem yfirleitt er innheimtur af bönkum og öðrum fjármálastofnunum í lok hvers árs. Þegar staðfest skattskýrsla liggur fyrir greiðir skatturinn til baka oftekinn fjármagnstekjuskatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upphæð kemur af fullum þunga til skerðingar á ellilífeyri því þar er ekkert frítekjumark. Það er brýnt réttlætismál að lög um almannatryggingar og skattalög verði samræmd þannig að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig 300.000 kr. í lögum um almannatryggingar eins og er vegna fjármagnstekjuskatts. Eldra fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti! Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Langoftast er þetta vegna þess að fólk hefur vanáætlað fjármagnstekjur síðasta verðbólguárs. Ég kalla þetta „verðbólguár“ því þegar verðbólga ríkir eins og hefur verið hér síðustu ár þá eru innlánsvextir af sparifé hærri en ella og skila því hærri ávöxtun í krónum talið, en eru þó yfirleitt neikvæðir vextir samt. Á heimasíðu TR segir: „Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnum fer almennt fram í lok maí eftir skil á skattframtali. Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.“ Það er nánast útilokað fyrir fólk að sjá fyrir fram þegar það gerir tekjuáætlun sem skilað er inn til TR í upphafi árs hverjar fjármagnstekjur verða í lok árs af venjulegum sparireikningum. Þessir neikvæðu vextir af venjulegum sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við uppgjör ársins 2023 eru þúsundir ellilífeyristaka í skuld við Tryggingastofnun ríkisins og ellilífeyrir þeirra verður skertur frá 1. september nk. þar til meint skuld er uppgreidd. Hér er um að ræða venjulegan sparnað eldra fólks sem það hefur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvæntum útgjöldum eins og fara gerir. Enda geta óvænt útgjöld vegna ýmissa brýnna mála sett afkomu eldra fólks í uppnám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borgara býr við skertari afkomumöguleika en fólk sem enn er á vinnumarkaði. Í skattalöggjöfinni er viðurkennt að ávöxtun af venjulegum sparireikningum getur verið neikvæð þótt þeir skili einhverjum krónum. Því er frítekjumark fjármagnstekna í skattalöggjöfinni 300.000 kr. á ári. Þessa frítekjumarks njóta allir að sjálfsögðu. En þegar kemur að almannatryggingum er ekkert slíkt frítekjumark. Þar er hver einasta króna af neikvæðum vöxtum sparireikninga talin til tekna og kemur til fullrar skerðingar á ellilífeyri frá TR. Eldri borgarar greiða eins og aðrir 22% fjármagnstekjuskatt sem yfirleitt er innheimtur af bönkum og öðrum fjármálastofnunum í lok hvers árs. Þegar staðfest skattskýrsla liggur fyrir greiðir skatturinn til baka oftekinn fjármagnstekjuskatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upphæð kemur af fullum þunga til skerðingar á ellilífeyri því þar er ekkert frítekjumark. Það er brýnt réttlætismál að lög um almannatryggingar og skattalög verði samræmd þannig að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig 300.000 kr. í lögum um almannatryggingar eins og er vegna fjármagnstekjuskatts. Eldra fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti! Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun