Endurvekja gamlan draum um heilsulind í Perlunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 16:28 Hugmyndin er að heit laug verði byggð ofan á núverandi vatnstanka, og að utan á tankana verði byggðar þriggja hæða herbergisálmur. Zeppelin Zeppelin arkitektar hafa auglýst eftir samstarfsaðila til að kaupa Perluna og byggja þar hótel, heilsulind og baðlón. Orri Árnason arkitekt, segir að hugmyndin sé rúmlega tíu ára gömul, en nú sé aftur tækifæri til að láta hana raungerast. Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir samstarfsaðila í til að kaupa Perluna og reisa þar heilsulind. Um áform arkitektanna má lesa á heimasíðu Zeppelin. Lúxusþjónusta og verðlagning taki mið af því „Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug sem hringi Glerhvelfinguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar herbergjatankar. Útsýnispallurinn verður færður til, en Orri leggur á það ríka áherslu að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjáls,“ segir í tilkynningu Zeppelin. „Laugin er rúsínan í pylsuendanum, raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagningin taka mið af því,“ segir enn fremur. Sjá kynningarmyndband arkitektastofunnar. Mikið útsýni yfir borgina yrði frá lauginni.Zeppelin Hafa unnið lengi að hugmyndinni Orri Árnason hjá Zeppelin, segir að hugmyndin hafi komið fram þegar Perlan var fyrst sett í söluferli fyrir rúmlega tíu árum síðan. Þá hafi Zeppelin og fjárfestar gert tilboð í Perluna sem náði ekki í gegn. Þá var hugmyndin aðeins að hafa hótelherbergi í tönkunum, en nú er búið að þróa hugmyndina lengra með viðbyggingu og baðlóni á þakinu. „En mér fannst þessi hugmynd sem við höfðum svo góð, að við ákváðum að þróa hana aðeins betur. Svo liggur þessi hugmynd bara í loftinu, þangað til borgin auglýsir Perluna aftur til sölu. Þá ákvað ég að það væri best að láta bara vaða aftur,“ segir Orri. Hann segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því. Hann segir að framkvæmdirnar myndu auka verðmæti Perlunnar mjög mikið, og hún myndi stækka mjög mikið að umfangi. Reykjavík Tengdar fréttir Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir samstarfsaðila í til að kaupa Perluna og reisa þar heilsulind. Um áform arkitektanna má lesa á heimasíðu Zeppelin. Lúxusþjónusta og verðlagning taki mið af því „Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug sem hringi Glerhvelfinguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar herbergjatankar. Útsýnispallurinn verður færður til, en Orri leggur á það ríka áherslu að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjáls,“ segir í tilkynningu Zeppelin. „Laugin er rúsínan í pylsuendanum, raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagningin taka mið af því,“ segir enn fremur. Sjá kynningarmyndband arkitektastofunnar. Mikið útsýni yfir borgina yrði frá lauginni.Zeppelin Hafa unnið lengi að hugmyndinni Orri Árnason hjá Zeppelin, segir að hugmyndin hafi komið fram þegar Perlan var fyrst sett í söluferli fyrir rúmlega tíu árum síðan. Þá hafi Zeppelin og fjárfestar gert tilboð í Perluna sem náði ekki í gegn. Þá var hugmyndin aðeins að hafa hótelherbergi í tönkunum, en nú er búið að þróa hugmyndina lengra með viðbyggingu og baðlóni á þakinu. „En mér fannst þessi hugmynd sem við höfðum svo góð, að við ákváðum að þróa hana aðeins betur. Svo liggur þessi hugmynd bara í loftinu, þangað til borgin auglýsir Perluna aftur til sölu. Þá ákvað ég að það væri best að láta bara vaða aftur,“ segir Orri. Hann segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því. Hann segir að framkvæmdirnar myndu auka verðmæti Perlunnar mjög mikið, og hún myndi stækka mjög mikið að umfangi.
Reykjavík Tengdar fréttir Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39
Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24