Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 13:49 Rúna Sif lýðheilsufræðingur er óánægð með áform um byggingu fjölbýlishúsa á grænum reit við Smárarima/Sóleyjarima. Hún segir græn svæði í nágrenni íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31