Palestína og Vestur-Sahara – Tvær vonlausar aðskilnaðarhreyfingar Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 27. júní 2024 14:00 Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki. Engu að síður rembast ákveðnar hreyfingar eins og rjúpan við staurinn við að galdra fram ný þjóðríki. Að minnsta kosti nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga eru starfræktar í heiminum. Margar þeirra eru fjármagnaðar af ríkjum sem leitast við að grafa undan stöðugleika óvinaríkja sinna. Þeirra á meðal eru aðskilnaðarhreyfing Palestínumanna og undirdeildir hennar, til dæmis hryðjuverkasamtökin Hamas. Miðað við einhæfa fjölmiðlaumfjöllun undanfarin ár mætti halda að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru einsdæmi á heimsvísu. En um allan heim geisa stríð sem fá ekki umfjöllun í almennum fjölmiðlum. Eitt þeirra er háð af aðskilnaðarhreyfingu sem líkist mjög þeirri palestínsku. Hún kallast Polisario-hreyfingin (e. The Polisario Front)og berst fyrir sjálfstæðu ríki í Vestur-Sahara. Hreyfingin er meðal annars fjármögnuð af Alsír og Suður-Afríku. Vestur-Sahara, fyrrum spænsk nýlenda sem er nú undir stjórn Marokkó, er aðeins viðurkennt sem sjálfstætt ríki af litlum hluta alþjóðasamfélagsins. Söguleg yfirráð Marokkó yfir svæðinu fyrir nýlendutímann eru vel skjalfest. Nokkrir ættbálkar Vestur-Sahara hafa auk þess fúslega viðurkennt yfirráð Marokkó yfir svæðinu. Íbúar strandlengjunnar líta á sig sem Marokkóbúa og telja Vestur-Sahara vera óaðskiljanlegan hluta af Marokkó. En ákveðinn hluti íbúa Vestur-Sahara er á öðru máli. Þeir hafa tekið upp nýja sjálfsmynd og, líkt og Palestínumenn, umbreytt landafræðilegu heiti yfir í þjóðernisheiti. Þeir kalla sig Sahrawi-fólkið og eru að upplagi blanda af berbískum og arabískum ættbálkum. Sahrawi-fólkið býr í eyðimörkinni, fjarri ströndinni sem liggur að verðmætustu auðlind landsins, fiskimiðum Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að lítið verður úr ríkjum sem eru snauð af náttúruauðlindum. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir þessu og flest ríki heimsins, þeirra á meðal Ísland, viðurkenna ekki sjálfstæði Vestur-Sahara. Við nánari athugun má sjá að samnefnarar milli Sahrawi-fólksins og Palestínumanna eru fjölmargir. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna og Sahrawi-fólksins urðu til á seinni hluta síðustu aldar og byggðu meðal annars á andvestrænni sósíalískri hugmyndafræði. Báðir hópar eru að upplagi arabískumælandi múslimar. Fáni Vestur-Sahara er nánast alveg eins og palestínski fáninn, fyrir utan litlu stjörnuna og sigðmánann í miðjunni (Báðir fánarnir eru byggðir á fána Jórdaníu og pan-arabíska fánanum frá 1917). Ef Vestur-Sahara væri sjálfstætt ríki væri það lífvana og misheppnað, líklega á pari við Sómalíu og Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið tæki sig saman um að vopnvæða Sahrawi-fólkið og styðja baráttu þess myndi Vestur-Sahara fuðra upp í varanlegri borgarastyrjöld. Það eina sem tryggir frið á svæðinu eru í raun hinir miklu yfirburðir yfirvalda í Marokkó. Yfirburðir þeirra eru einfaldlega það miklir að Polisario-hreyfingin ræðst ekki í stórtækar aðgerðir gegn þeim, heldur takmarkar sig við minniháttar skærur. Í upphafi greinarinnar var minnst á fjarlæg ríki sem grafa undan stöðugleika með fjármögnun aðskilnaðarhreyfinga. Í seinni tíð er þekktasta dæmið um þetta fjármögnun og vopnvæðing Íran á palestínskum aðskilnaðarhreyfingum. Á meðan alþjóðasamfélagið hunsar Polisario-hreyfinguna, tekur það virkan þátt í að fjármagna palestínskar hreyfingar og viðheldur þannig varanlegu stríði þeirra við Ísrael. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir að vopnvæðing Sahrawi-fólksins myndi ekki stuðla að friði, heldur að stigmögnun átaka. Það virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir að það sama á við um Palestínumenn. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei eiga roð í Ísrael. Það eina sem fjármögnun og vopnvæðing palestínskra hreyfinga tryggir er að stríðsátökin muni aldrei taka enda. Í staðinn þurfa Palestínumenn að hverfa frá kröfunni um að yfirtaka landið „frá ánni að sjónum“. Í staðinn þarf að uppræta palestínsk samtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Gyðingum. Því fyrr sem þessum markmiðum verður náð því fyrr verður von um frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Marokkó Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki. Engu að síður rembast ákveðnar hreyfingar eins og rjúpan við staurinn við að galdra fram ný þjóðríki. Að minnsta kosti nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga eru starfræktar í heiminum. Margar þeirra eru fjármagnaðar af ríkjum sem leitast við að grafa undan stöðugleika óvinaríkja sinna. Þeirra á meðal eru aðskilnaðarhreyfing Palestínumanna og undirdeildir hennar, til dæmis hryðjuverkasamtökin Hamas. Miðað við einhæfa fjölmiðlaumfjöllun undanfarin ár mætti halda að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru einsdæmi á heimsvísu. En um allan heim geisa stríð sem fá ekki umfjöllun í almennum fjölmiðlum. Eitt þeirra er háð af aðskilnaðarhreyfingu sem líkist mjög þeirri palestínsku. Hún kallast Polisario-hreyfingin (e. The Polisario Front)og berst fyrir sjálfstæðu ríki í Vestur-Sahara. Hreyfingin er meðal annars fjármögnuð af Alsír og Suður-Afríku. Vestur-Sahara, fyrrum spænsk nýlenda sem er nú undir stjórn Marokkó, er aðeins viðurkennt sem sjálfstætt ríki af litlum hluta alþjóðasamfélagsins. Söguleg yfirráð Marokkó yfir svæðinu fyrir nýlendutímann eru vel skjalfest. Nokkrir ættbálkar Vestur-Sahara hafa auk þess fúslega viðurkennt yfirráð Marokkó yfir svæðinu. Íbúar strandlengjunnar líta á sig sem Marokkóbúa og telja Vestur-Sahara vera óaðskiljanlegan hluta af Marokkó. En ákveðinn hluti íbúa Vestur-Sahara er á öðru máli. Þeir hafa tekið upp nýja sjálfsmynd og, líkt og Palestínumenn, umbreytt landafræðilegu heiti yfir í þjóðernisheiti. Þeir kalla sig Sahrawi-fólkið og eru að upplagi blanda af berbískum og arabískum ættbálkum. Sahrawi-fólkið býr í eyðimörkinni, fjarri ströndinni sem liggur að verðmætustu auðlind landsins, fiskimiðum Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að lítið verður úr ríkjum sem eru snauð af náttúruauðlindum. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir þessu og flest ríki heimsins, þeirra á meðal Ísland, viðurkenna ekki sjálfstæði Vestur-Sahara. Við nánari athugun má sjá að samnefnarar milli Sahrawi-fólksins og Palestínumanna eru fjölmargir. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna og Sahrawi-fólksins urðu til á seinni hluta síðustu aldar og byggðu meðal annars á andvestrænni sósíalískri hugmyndafræði. Báðir hópar eru að upplagi arabískumælandi múslimar. Fáni Vestur-Sahara er nánast alveg eins og palestínski fáninn, fyrir utan litlu stjörnuna og sigðmánann í miðjunni (Báðir fánarnir eru byggðir á fána Jórdaníu og pan-arabíska fánanum frá 1917). Ef Vestur-Sahara væri sjálfstætt ríki væri það lífvana og misheppnað, líklega á pari við Sómalíu og Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið tæki sig saman um að vopnvæða Sahrawi-fólkið og styðja baráttu þess myndi Vestur-Sahara fuðra upp í varanlegri borgarastyrjöld. Það eina sem tryggir frið á svæðinu eru í raun hinir miklu yfirburðir yfirvalda í Marokkó. Yfirburðir þeirra eru einfaldlega það miklir að Polisario-hreyfingin ræðst ekki í stórtækar aðgerðir gegn þeim, heldur takmarkar sig við minniháttar skærur. Í upphafi greinarinnar var minnst á fjarlæg ríki sem grafa undan stöðugleika með fjármögnun aðskilnaðarhreyfinga. Í seinni tíð er þekktasta dæmið um þetta fjármögnun og vopnvæðing Íran á palestínskum aðskilnaðarhreyfingum. Á meðan alþjóðasamfélagið hunsar Polisario-hreyfinguna, tekur það virkan þátt í að fjármagna palestínskar hreyfingar og viðheldur þannig varanlegu stríði þeirra við Ísrael. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir að vopnvæðing Sahrawi-fólksins myndi ekki stuðla að friði, heldur að stigmögnun átaka. Það virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir að það sama á við um Palestínumenn. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei eiga roð í Ísrael. Það eina sem fjármögnun og vopnvæðing palestínskra hreyfinga tryggir er að stríðsátökin muni aldrei taka enda. Í staðinn þurfa Palestínumenn að hverfa frá kröfunni um að yfirtaka landið „frá ánni að sjónum“. Í staðinn þarf að uppræta palestínsk samtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Gyðingum. Því fyrr sem þessum markmiðum verður náð því fyrr verður von um frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun