Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Jón Þór Stefánsson skrifar 27. júní 2024 23:49 Joe Biden og Donald Trump mætast aftur í kappræðum í nótt. epa Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. CNN er með streymi frá kappræðunum á Youtube. Ætla má að hægt sé að fylgjast með þeim í gegnum streymið, sem má finna hér að neðan. Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, sagði sína skoðun á kappræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á í sögunni. Ég hef enga trú á því að öðrum hvorum þeirra takist að heilla þjóðina,“ sagði Friðjón. Hann segir væntingarnar til Biden litlar og að Trump þurfi að passa sig að fara ekki fram úr sér. „Þetta snýst meira um það að hvorugur þeirra má gera mistök Biden verður að vera tiltölulega starfhæfur. Hann þarf að halda þræði og væntingarnar til hans eru endilega ekki svo miklar. Það mætti segja að hann þyrfti bara að vera þarna og detta ekki á andlitið. En það sem Trump þarf að passa er að missa ekki stjórn á sjálfum sér. Hann hefur þá tilhneigingu, í ræðum og á kosningafundum, að detta í mjög langar og samhengislausar einræður um furðulegustu hluti,“ sagði Friðjón sem nefndi að Trump hefði haldið langar ræður uppþvottavélar og vatnsnotkun. „Þa sem verður verkefni Biden er að draga Trump fram í að missa stjórn á sér. En verkefni Trump er að láta Biden mistakast.“ Friðjón sagði kappræðurnar meðal annars áhugaverðar fyrir þær sakir að hvorki Joe Biden né Donald Trump eru formlega orðnir frambjóðendur sinna flokka. „Þetta hefur aldrei verið svona snemma sumars áður. Yfirleitt hafa kappræðurnar verið í september, október.“ Hann sagði að í fyrstu hafi gengið illa að koma forsetaefnunum tveimur saman. „Trump skoraði bara á Biden sem sagði: „bring it on“ eða eitthvað svoleiðis. Og þeir komust samkomulagi um að haldnar yrðu tvær kappræður og að CNN myndi halda aðrar þeirra, þá fyrri.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sjá meira
CNN er með streymi frá kappræðunum á Youtube. Ætla má að hægt sé að fylgjast með þeim í gegnum streymið, sem má finna hér að neðan. Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, sagði sína skoðun á kappræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á í sögunni. Ég hef enga trú á því að öðrum hvorum þeirra takist að heilla þjóðina,“ sagði Friðjón. Hann segir væntingarnar til Biden litlar og að Trump þurfi að passa sig að fara ekki fram úr sér. „Þetta snýst meira um það að hvorugur þeirra má gera mistök Biden verður að vera tiltölulega starfhæfur. Hann þarf að halda þræði og væntingarnar til hans eru endilega ekki svo miklar. Það mætti segja að hann þyrfti bara að vera þarna og detta ekki á andlitið. En það sem Trump þarf að passa er að missa ekki stjórn á sjálfum sér. Hann hefur þá tilhneigingu, í ræðum og á kosningafundum, að detta í mjög langar og samhengislausar einræður um furðulegustu hluti,“ sagði Friðjón sem nefndi að Trump hefði haldið langar ræður uppþvottavélar og vatnsnotkun. „Þa sem verður verkefni Biden er að draga Trump fram í að missa stjórn á sér. En verkefni Trump er að láta Biden mistakast.“ Friðjón sagði kappræðurnar meðal annars áhugaverðar fyrir þær sakir að hvorki Joe Biden né Donald Trump eru formlega orðnir frambjóðendur sinna flokka. „Þetta hefur aldrei verið svona snemma sumars áður. Yfirleitt hafa kappræðurnar verið í september, október.“ Hann sagði að í fyrstu hafi gengið illa að koma forsetaefnunum tveimur saman. „Trump skoraði bara á Biden sem sagði: „bring it on“ eða eitthvað svoleiðis. Og þeir komust samkomulagi um að haldnar yrðu tvær kappræður og að CNN myndi halda aðrar þeirra, þá fyrri.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sjá meira