Af málathöfnum Gauti Kristmannsson skrifar 28. júní 2024 07:01 Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun