Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 12:01 Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason mynda tvíeykið HúbbaBúbba og gáfu út sitt fyrsta lag í dag. húbbabúbba Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira