Innherji

Fjár­magn heldur á­fram að streyma út úr hluta­bréfa­sjóðum

Hörður Ægisson skrifar
Ólíkt öðrum hlutabréfamörkuðum í okkar helstu nágrannalöndum þá er Úrvalsvísitala Kauphallarinnar niður um nærri átta prósent frá áramótum.
Ólíkt öðrum hlutabréfamörkuðum í okkar helstu nágrannalöndum þá er Úrvalsvísitala Kauphallarinnar niður um nærri átta prósent frá áramótum.

Aukinn áhugi fjárfesta á hlutabréfasjóðum í kringum síðustu áramót reyndist skammlífur og fjármagn er aftur tekið að flæða út úr slíkum sjóðum samtímis erfiðu árferði á hlutabréfamarkaði. Fjárfestar seldu í verðbréfasjóðum, einkum þeim sem fjárfesta í skuldabréfum, fyrir samanlagt um fimmtán milljarða í liðnum mánuði.


Tengdar fréttir

Um­fangs­mik­il hlut­afjár­út­boð drag­a „töl­u­vert mátt­inn“ úr mark­aðn­um

Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið þungur á meðan flestir markaðir sem horft er til hafa hækkað töluvert. Sjóðstjórar og aðrir markaðsaðilar segja að hlutabréfaverð hérlendis sé almennt nokkuð hagstætt en mikið fjármagn hefur leitað í frumútboð sem hefur dregið kraft úr markaðnum. Viðmælendur Innherja eiga ekki von á því að markaðurinn taki við sér fyrr en verðbólga hjaðnar og stýrivextir fara að lækka.

Inn­lán heim­il­a vaxa sem sýn­ir að „pen­ing­a­stefn­an er að virk­a“

Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár.  Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×