Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:31 Frá og með 1. ágúst skal gamla fólkið gjöra svo vel að reiða fram aðgangseyri áður en það dýfir sér í Laugardalslaug eða aðrar laugar Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust. Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust.
Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira