Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:31 Frá og með 1. ágúst skal gamla fólkið gjöra svo vel að reiða fram aðgangseyri áður en það dýfir sér í Laugardalslaug eða aðrar laugar Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust. Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust.
Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira