Tíu ára stúlku vísað úr strætó Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 09:27 Móðir stúlkunnar veltir því fyrir sér hvort málið tengist kynþætti hennar. Vísir/Samsett Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira