Verst fyrir fámennustu ríkin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júní 2024 10:00 Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun