Það er ákvörðun að beita mannvonsku Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. júlí 2024 08:00 11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða. Það fylgir því mikil mannvonska að brottvísa drengnum og fjölskyldu hans. Því fylgir enn meiri mannvonska að hunsa álit sérfræðinga sem ítrekað hafa bent á að brottvísunin muni hafa alvarleg og langvarandi áhrif á líf og heilsu drengsins. Brottvísunin verður framkvæmd um leið og hann losnar af Barnaspítalanum í Reykjavík. Drengurinn heitir Yazan Tamimi og er af palestínskum uppruna. Foreldrar Yazans lögðu af stað í þá miklu hættuför að flýja frá Gaza-svæðinu með fatlaðan dreng sinn meðferðis. Þau komust til Íslands heil á húfi og hafa fundið öryggi og stuðning hér. Yazan á heima á Íslandi. Hér fær hann vandaða heilbrigðisþjónustu sem er honum lífsnauðsynleg. Fólk með Duchenne-sjúkdóminn lifir almennt ekki löngu lífi, og hafa sérfræðingar bent á að verði hið minnsta rof á þjónustu Yazans muni það minnka lífslíkur hans og stytta líf hans. Aðstæður Yazans og fjölskyldu bjóða því ekki upp á brottflutning af landinu - það beinlínis stofnar lífi drengsins í hættu. Samt sem áður verður brottvísun drengsins sett í framkvæmd hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um leið og hann losnar af spítalanum. Brottvísað til lands sem þau ekki þekkja Brottvísa á Yazan og fjölskyldu hans til Spánar, lands sem þau ekki þekkja nema í mýflugumynd. Vegna verkfalla á flugvellinum við komuna til Spánar neyddist fjölskyldan til að dvelja lengur á Spáni en þau gerðu ráð fyrir. Vegabréf þeirra var af þeim sökum stimplað á flugvellinum á Spáni sem í stuttu máli veldur því að Spánn beri ábyrgð á hælisumsókn fjölskyldunnar samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það er þó fátt sem ekkert sem hamlar íslenskum stjórnvöldum að ákveða að Ísland haldi ábyrgðinni á umsóknum fjölskyldunnar. Íslandi er heimilt að afgreiða umsóknirnar hér og veita fjölskyldunni vernd. Þetta er því ákvörðun um að beita þeirri mannvonsku að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans. Ákvörðun um að líta fram hjá mannúðarástæðum. Ákvörðun um að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna. Ákvörðun um að beita mannvonsku. Kerfi án mannúðar Með nýlegum breytingum á lögum um útlendinga nr. 80/2016 er búið að taka alla mannúð úr kerfinu. Búið er að þrengja að rétti flóttafólks til fjölskyldusameiningar, fella á brott ákvæði sem tekur til sérstakra tengsla við Ísland og sérstakra ástæðna, og torvelda aðgengi kvenna og barna að löglegum og öruggum leiðum úr lífshættu í skjól. Kerfið er án mannúðar. Píratar hafa markvisst barist fyrir því á þinginu að mannúð sé höfð að leiðarljósi við hvers kyns lagasetningu og að lögin innihaldi svigrúm fyrir stjórnvöld til að taka tillit til sérstakra aðstæðna mismunandi einstaklinga. Píratar hafa varað við afleiðingunum en þær eru að raungerast beint fyrir framan okkur og birtast í því að brottvísa eigi ungum dreng í hjólastól gegn læknisráði. Ætlum við í alvöru að láta bjóða okkur kerfi sem er án mannúðar? Kerfi sem brottvísar fólki sama hvað? Kerfi sem brýtur á mannréttindum fullorðinna og barna? Kerfi sem beitir flóttafólk mannvonsku? Yazan á heima á Íslandi. Við viljum hafa Yazan og fjölskyldu hans hér. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða. Það fylgir því mikil mannvonska að brottvísa drengnum og fjölskyldu hans. Því fylgir enn meiri mannvonska að hunsa álit sérfræðinga sem ítrekað hafa bent á að brottvísunin muni hafa alvarleg og langvarandi áhrif á líf og heilsu drengsins. Brottvísunin verður framkvæmd um leið og hann losnar af Barnaspítalanum í Reykjavík. Drengurinn heitir Yazan Tamimi og er af palestínskum uppruna. Foreldrar Yazans lögðu af stað í þá miklu hættuför að flýja frá Gaza-svæðinu með fatlaðan dreng sinn meðferðis. Þau komust til Íslands heil á húfi og hafa fundið öryggi og stuðning hér. Yazan á heima á Íslandi. Hér fær hann vandaða heilbrigðisþjónustu sem er honum lífsnauðsynleg. Fólk með Duchenne-sjúkdóminn lifir almennt ekki löngu lífi, og hafa sérfræðingar bent á að verði hið minnsta rof á þjónustu Yazans muni það minnka lífslíkur hans og stytta líf hans. Aðstæður Yazans og fjölskyldu bjóða því ekki upp á brottflutning af landinu - það beinlínis stofnar lífi drengsins í hættu. Samt sem áður verður brottvísun drengsins sett í framkvæmd hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um leið og hann losnar af spítalanum. Brottvísað til lands sem þau ekki þekkja Brottvísa á Yazan og fjölskyldu hans til Spánar, lands sem þau ekki þekkja nema í mýflugumynd. Vegna verkfalla á flugvellinum við komuna til Spánar neyddist fjölskyldan til að dvelja lengur á Spáni en þau gerðu ráð fyrir. Vegabréf þeirra var af þeim sökum stimplað á flugvellinum á Spáni sem í stuttu máli veldur því að Spánn beri ábyrgð á hælisumsókn fjölskyldunnar samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það er þó fátt sem ekkert sem hamlar íslenskum stjórnvöldum að ákveða að Ísland haldi ábyrgðinni á umsóknum fjölskyldunnar. Íslandi er heimilt að afgreiða umsóknirnar hér og veita fjölskyldunni vernd. Þetta er því ákvörðun um að beita þeirri mannvonsku að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans. Ákvörðun um að líta fram hjá mannúðarástæðum. Ákvörðun um að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna. Ákvörðun um að beita mannvonsku. Kerfi án mannúðar Með nýlegum breytingum á lögum um útlendinga nr. 80/2016 er búið að taka alla mannúð úr kerfinu. Búið er að þrengja að rétti flóttafólks til fjölskyldusameiningar, fella á brott ákvæði sem tekur til sérstakra tengsla við Ísland og sérstakra ástæðna, og torvelda aðgengi kvenna og barna að löglegum og öruggum leiðum úr lífshættu í skjól. Kerfið er án mannúðar. Píratar hafa markvisst barist fyrir því á þinginu að mannúð sé höfð að leiðarljósi við hvers kyns lagasetningu og að lögin innihaldi svigrúm fyrir stjórnvöld til að taka tillit til sérstakra aðstæðna mismunandi einstaklinga. Píratar hafa varað við afleiðingunum en þær eru að raungerast beint fyrir framan okkur og birtast í því að brottvísa eigi ungum dreng í hjólastól gegn læknisráði. Ætlum við í alvöru að láta bjóða okkur kerfi sem er án mannúðar? Kerfi sem brottvísar fólki sama hvað? Kerfi sem brýtur á mannréttindum fullorðinna og barna? Kerfi sem beitir flóttafólk mannvonsku? Yazan á heima á Íslandi. Við viljum hafa Yazan og fjölskyldu hans hér. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar