„Virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki“ Kári Mímisson skrifar 30. júní 2024 21:52 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var létt yfir Arnar Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 2-1 sigur liðsins gegn Fram í kvöld. „Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
„Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira