Skilur við Jamaíka í góðu og telur liðið á betri stað nú en þegar hann tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 11:31 Heimir á hliðarlínunni. Omar Vega/Getty Images Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu. Hann vill horfa á það jákvæða sem liðið hefur áorkað undir hans stjórn ásamt því að sjá liðið vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið. Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið.
Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira