Skilur við Jamaíka í góðu og telur liðið á betri stað nú en þegar hann tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 11:31 Heimir á hliðarlínunni. Omar Vega/Getty Images Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu. Hann vill horfa á það jákvæða sem liðið hefur áorkað undir hans stjórn ásamt því að sjá liðið vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið. Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið.
Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira