Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 11:06 Hundruðir freista þess að gera góð kaup á spilum, myndasögum og bókum í dag. Vísir/Vilhelm Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. Spilasalurinn var tekinn undir útsöluvörurnar og greinilegt er að aðsókn fari fram úr vonum. Þess má geta að yfir þrettán hundruð manns meldu sig áhugasöm á viðburði Nexus á Facebook. Röð myndaðist út fyrir dyr þegar verslunin opnaði klukkan tíu í morgun.Vísir/Vilhelm Einn tilvonandi viðskiptavinur líkti stemningunni við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fer fram í roki og rigningu á sama tíma úti á Sjálandi. „Ég er myndasögulúði og vantar alltaf meira af bókum í safnið,“ segir hann. Hann segir sumarútsöluna vera fastur liður í dagatalinu hjá sér. Vísir/Vilhelm Mæðginin Hildur Margrétardóttir og Hafsteinn Snorri Jóhannsson freistu þess að gera góð kaup á svokölluðum Magic-spilum sem notuð eru til að spila samnefndan leik. „Ég kenndi henni á Magic núna fyrir tveim mánuðum og hún er núna örugglega búin að kaupa meira virði heldur en ég,“ segir Hafsteinn. Mæðginin Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Hildur Margrétardóttir komu til að stækka spilasafnið.Vísir/Vilhelm Nexus sérhæfir sig í myndasögum, borðspilum, bókum, í raun öllu sem tengist vísindaskáldskap og ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum og hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður þeirra með áhugamál á þessu sviði. Árni Reynir Hassell Guðmundsson starfsmaður í Nexus segir allt hafa gengið eins og smurt væri. Fréttamaður náði af honum tali þar sem hann stóð við innganginn og afhenti fólki armbönd svo það gæti sloppið við langar biðraðir. Árni segir allt hafa gengið smurt fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Skipulagið í dag er mjög gott. Númeraröðin virkar mjög vel og upplagið er alltaf að verða betra á útsölunni og ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta,“ segir hann. „Það eru mjög margir núna. 25 mínútur liðnar og gífurlegt magn. Yfir 200 sem hafa farið hérna í gegn,“ segir Árni. Reykjavík Borðspil Verslun Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Spilasalurinn var tekinn undir útsöluvörurnar og greinilegt er að aðsókn fari fram úr vonum. Þess má geta að yfir þrettán hundruð manns meldu sig áhugasöm á viðburði Nexus á Facebook. Röð myndaðist út fyrir dyr þegar verslunin opnaði klukkan tíu í morgun.Vísir/Vilhelm Einn tilvonandi viðskiptavinur líkti stemningunni við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fer fram í roki og rigningu á sama tíma úti á Sjálandi. „Ég er myndasögulúði og vantar alltaf meira af bókum í safnið,“ segir hann. Hann segir sumarútsöluna vera fastur liður í dagatalinu hjá sér. Vísir/Vilhelm Mæðginin Hildur Margrétardóttir og Hafsteinn Snorri Jóhannsson freistu þess að gera góð kaup á svokölluðum Magic-spilum sem notuð eru til að spila samnefndan leik. „Ég kenndi henni á Magic núna fyrir tveim mánuðum og hún er núna örugglega búin að kaupa meira virði heldur en ég,“ segir Hafsteinn. Mæðginin Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Hildur Margrétardóttir komu til að stækka spilasafnið.Vísir/Vilhelm Nexus sérhæfir sig í myndasögum, borðspilum, bókum, í raun öllu sem tengist vísindaskáldskap og ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum og hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður þeirra með áhugamál á þessu sviði. Árni Reynir Hassell Guðmundsson starfsmaður í Nexus segir allt hafa gengið eins og smurt væri. Fréttamaður náði af honum tali þar sem hann stóð við innganginn og afhenti fólki armbönd svo það gæti sloppið við langar biðraðir. Árni segir allt hafa gengið smurt fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Skipulagið í dag er mjög gott. Númeraröðin virkar mjög vel og upplagið er alltaf að verða betra á útsölunni og ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta,“ segir hann. „Það eru mjög margir núna. 25 mínútur liðnar og gífurlegt magn. Yfir 200 sem hafa farið hérna í gegn,“ segir Árni.
Reykjavík Borðspil Verslun Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira