Tjónvaldurinn tók varla eftir því að hafa rústað bílnum Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 16:42 Einar vill ekki segja til mannsins, hann hafi virkað hinn vænsti í síma né heldur á hvaða bílastæði þetta var. En þarna koma margir bílar og leggja. aðsend Einar Skúlason gönguhrólfur varð fyrir því um daginn að ekið var utan í bílinn hans á dögunum. Önnur hliðin öll rispuð, ekki vitað hver hafði verið að verki og Einar sá fram á meiriháttar fjárútlát við að láta gera við bílinn. Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“ Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“
Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira