RÚV greindi frá niðurstöðum Gallúp í kvöld.
Samfylkingin mældist með rúmlega þrjátíu prósent fylgi í síðustu könnun Gallup. Nú mælist fylgið 26,9 prósentustig og dregst því saman um rúm þrjú prósent. Flokkurinn mældist með svipað fylgi í mars árið 2023 og er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í rúmt ár. Áfram er flokkurinn stærsti flokkurinn á Alþingi líkt og í síðustu könnunum.
Vinstri græn mælast enn með undir fimm prósenta fylgi og myndi flokkurinn þurrkast út af þingi með álika lítið fylgi. Fyrr í mánuðinum mældist VG með þrjú prósent en nú mælist fylgið fjögur prósent.
Fylgi Framsóknar minnkar sömuleiðis, fer úr 9,9 prósentum í 6,6. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu könnun, 18,5 prósent. Tæplega 28 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust styðja núverandi ríkisstjórn.
Fylgi annarra flokka helst svipað á milli kannanna og eru sveiflur innan við 1 prósent. Viðreisn 9,4 prósent, Píratar 8,8 prósent og Flokkur fólksins 7,7. Sósíalistaflokkurinn fengi 3,4 prósenta fylgi.