Varnir gegn gagnagíslatökum Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 2. júlí 2024 09:01 Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tækni Netglæpir Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun