Brennt barn forðast eldinn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 09:30 Borið hefur á því ítrekað að eldur komi upp á byggingar- og framkvæmdasvæðum. Nýlegt atvik er eldur sem braust út í Kringlunni á dögunum og olli þar gríðarlegu tjóni, þótt blessunarlega hafi betur farið en á horfðist og enginn slasast alvarlega. Byggingar- og brunaverkfræðingurinn Böðvar Tómasson skrifaði góða grein hér á Vísi um brunavarnir á byggingarsvæðum sem vert er að mæla með. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja sig hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? Ljóst er að mikið er í húfi. Hvað er logavinna? Heit vinna eða logavinna er almennt skilgreind sem öll störf sem skapað geta hættu á íkveikju. Það er þá til dæmis vinna sem unnin er með slípirokk, rafsuðu, logsuðu og við lagningu þakpappa og viðhald á honum. Brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Gerðar eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru með byggingarsvæði að tryggja brunavarnir á svæðunum og fylgja ákveðnum verklagsreglum. Móta þarf heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á svæðinu. Framkvæma þarf reglulegt mat á brunaáhættu, tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum, tryggja að hentugur eldvarnarbúnaður sé á staðnum svo sem slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar eftir atvikum. Einnig þarf að gera ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi, takmarka hættu vegna heitrar vinnu og sækja um sérstakt leyfi fyrir vinnunni samkvæmt þar til greindu eyðublaði. Ganga þarf úr skugga um að eldfim efni séu rétt geymd fjarri eldhættu og veita þarf þjálfun í slysavörnum og framkvæmd brunavarna. Eru þessi mál í góðum farvegi á Íslandi? Við nefndum nýyfirstaðinn bruna í verslunarmiðstöð Kringlunnar hér í upphafi þar sem talið er líklegt að kviknað hafi í út frá vinnu við þakið þegar verið var að bræða þakpappa. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa síðastliðinn áratug komið árlega upp útköll vegna bruna sem tengjast vinnu við þakpappa, að undanskildu einu ári, árinu 2016. Þetta eru samtals 40 útköll vegna bruna í tengslum við þakpappavinnu. Ljóst er að mikil áhætta fylgir því að vinna með opinn eld á húsþaki og þess vegna hafa til að mynda Norðurlöndin sett ákveðinn ramma og eftirlit í kringum þá vinnu. Þar þurfa þau sem vinna við lagningu þakpappa að hafa ákveðin réttindi eða vottun eftir að hafa sótt námskeið. Hér á landi erum við með ákveðnar reglur um logavinnu og sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir vinnunni en í raun getur hver sem er tekið að sér slíka vinnu án þess að hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun. Í viðtali við Regínu Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), kemur fram að í dag séu engar kröfur í regluverkinu um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við lagningu þakpappa og að þessu þurfi að bæta úr. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið þróað sérstakt kerfi fyrir heita vinnu (heta arbeten) sem stýrt er af Brandskyddsförening sem býður upp á þjálfun og vottun fyrir þá sem vinna með heit störf á fimm tungumálum víðs vegar um landið. Þetta fyrirkomulag hefur verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, allt frá árinu 1990. Lærum af reynslunni Málshættir fela iðulega í sér gamla lífsspeki eða lífsviðhorf sem vísa til almennt viðurkenndra sanninda um daglegt líf manneskjunnar. Ef einhver verður fyrir slæmri lífsreynslu er það eðli mannsins og heilbrigð skynsemi að reyna að forðast að lenda aftur í sömu ógöngum. Brennt barn forðast eldinn og þegar ítrekað skapast hættulegar aðstæður er mikilvægt að bregðast við. Eru aðrar hættuminni aðferðir sem notast mætti við í þakpappavinnu? Þá til dæmis við gömul hús með eldra timbri? Myndi aukin fræðsla og þjálfun skila sér í færri brunum? Brýnt er að skoða vel hvað má betur fara í þessum efnum og bæta úr í kjölfarið. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldsvoði í Kringlunni Tryggingar Byggingariðnaður Slökkvilið Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Borið hefur á því ítrekað að eldur komi upp á byggingar- og framkvæmdasvæðum. Nýlegt atvik er eldur sem braust út í Kringlunni á dögunum og olli þar gríðarlegu tjóni, þótt blessunarlega hafi betur farið en á horfðist og enginn slasast alvarlega. Byggingar- og brunaverkfræðingurinn Böðvar Tómasson skrifaði góða grein hér á Vísi um brunavarnir á byggingarsvæðum sem vert er að mæla með. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja sig hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? Ljóst er að mikið er í húfi. Hvað er logavinna? Heit vinna eða logavinna er almennt skilgreind sem öll störf sem skapað geta hættu á íkveikju. Það er þá til dæmis vinna sem unnin er með slípirokk, rafsuðu, logsuðu og við lagningu þakpappa og viðhald á honum. Brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Gerðar eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru með byggingarsvæði að tryggja brunavarnir á svæðunum og fylgja ákveðnum verklagsreglum. Móta þarf heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á svæðinu. Framkvæma þarf reglulegt mat á brunaáhættu, tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum, tryggja að hentugur eldvarnarbúnaður sé á staðnum svo sem slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar eftir atvikum. Einnig þarf að gera ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi, takmarka hættu vegna heitrar vinnu og sækja um sérstakt leyfi fyrir vinnunni samkvæmt þar til greindu eyðublaði. Ganga þarf úr skugga um að eldfim efni séu rétt geymd fjarri eldhættu og veita þarf þjálfun í slysavörnum og framkvæmd brunavarna. Eru þessi mál í góðum farvegi á Íslandi? Við nefndum nýyfirstaðinn bruna í verslunarmiðstöð Kringlunnar hér í upphafi þar sem talið er líklegt að kviknað hafi í út frá vinnu við þakið þegar verið var að bræða þakpappa. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa síðastliðinn áratug komið árlega upp útköll vegna bruna sem tengjast vinnu við þakpappa, að undanskildu einu ári, árinu 2016. Þetta eru samtals 40 útköll vegna bruna í tengslum við þakpappavinnu. Ljóst er að mikil áhætta fylgir því að vinna með opinn eld á húsþaki og þess vegna hafa til að mynda Norðurlöndin sett ákveðinn ramma og eftirlit í kringum þá vinnu. Þar þurfa þau sem vinna við lagningu þakpappa að hafa ákveðin réttindi eða vottun eftir að hafa sótt námskeið. Hér á landi erum við með ákveðnar reglur um logavinnu og sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir vinnunni en í raun getur hver sem er tekið að sér slíka vinnu án þess að hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun. Í viðtali við Regínu Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), kemur fram að í dag séu engar kröfur í regluverkinu um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við lagningu þakpappa og að þessu þurfi að bæta úr. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið þróað sérstakt kerfi fyrir heita vinnu (heta arbeten) sem stýrt er af Brandskyddsförening sem býður upp á þjálfun og vottun fyrir þá sem vinna með heit störf á fimm tungumálum víðs vegar um landið. Þetta fyrirkomulag hefur verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, allt frá árinu 1990. Lærum af reynslunni Málshættir fela iðulega í sér gamla lífsspeki eða lífsviðhorf sem vísa til almennt viðurkenndra sanninda um daglegt líf manneskjunnar. Ef einhver verður fyrir slæmri lífsreynslu er það eðli mannsins og heilbrigð skynsemi að reyna að forðast að lenda aftur í sömu ógöngum. Brennt barn forðast eldinn og þegar ítrekað skapast hættulegar aðstæður er mikilvægt að bregðast við. Eru aðrar hættuminni aðferðir sem notast mætti við í þakpappavinnu? Þá til dæmis við gömul hús með eldra timbri? Myndi aukin fræðsla og þjálfun skila sér í færri brunum? Brýnt er að skoða vel hvað má betur fara í þessum efnum og bæta úr í kjölfarið. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun