Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 11:53 Örn Pálsson er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Vísir/Friðrik Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn. Sjávarútvegur Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn.
Sjávarútvegur Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira