Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Guðmundur Guðmundsson er í dag þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia Vísir/Vilhelm Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma. Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“ Danski handboltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“
Danski handboltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn