Ferðatryggingar og val á kreditkorti Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar 3. júlí 2024 20:01 Stundum er ég spurð að því hvort ferðatryggingar kreditkorta séu ekki óþarfi þar sem margir eru með heimilistryggingar sem fela einnig í sér tryggingavernd á ferðalögum. Í einhverjum tilvikum kann það að vera rétt en staðreyndin er sú að ferðavernd fylgir ekki sjálfkrafa með heimilistryggingunni heldur er hún valfrjáls og fyrir hana þarf að greiða aukalega. Því gætu einhverjir talið sig vera með ferðaverndina í sinni heimilistryggingu án þess að sú sé raunin. Loks eru enn aðrir sem kjósa einfaldlega að kaupa ekki slíka vernd. Ferðatryggingar kreditkorta hafa notið vinsælda um árabil og eru góður valkostur fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig á ferðalögum. Þær veita mismikla tryggingavernd, allt eftir því hvaða kreditkort er valið. Hverjar eru þarfir þínar? Rétt er að hafa í huga að við höfum ekki öll sömu þarfir þegar kemur að ferðatryggingum. Dýrasta kortið, með víðtækustu ferðatryggingunum, er til dæmis ekki endilega besti valkosturinn fyrir alla. Veldu alltaf það kreditkort sem hentar þér best. Ef þú ferðast til dæmis oft og jafnvel út fyrir Evrópu má mæla með korti með víðtækri tryggingavernd, sér í lagi góðri sjúkra- og slysatryggingu. Að nýta heilbrigðisþjónustu erlendis getur verið mjög dýrt, einkum ef fólk þarf að leggjast inn á spítala í lengri tíma. Samspil kortatrygginga og ferðaverndar heimilistrygginga Kortatryggingar og ferðavernd heimilistrygginga eru um margt sambærilegar. Þau, sem vilja vera sérstaklega vel tryggð, eru oft bæði með ferðatengda kortatryggingu og ferðatengda heimilistryggingu. Ef hámarksbótafjárhæð er náð á annarri tryggingunni tekur hin við. Á þetta getur reynt þegar kostnaður vegna slyss eða veikinda er verulegur. Oft kemur á óvart hversu hár kostnaður getur hlotist af jafnvel smávægilegustu óhöppum eða atvikum. Auk sjúkra- og slysatryggingaverndar fylgir ýmis önnur tryggingavernd með kreditkortum, ólík eftir tegundum korts, s.s. bílaleigutryggingar með dýrari kortum. Ferðatrygging innan Evrópu Sumir láta Evrópska sjúkratryggingakortið duga þegar ferðast er innan Evrópu. Það er vissulega mikilvægt að hafa það kort meðferðis og í einhverjum tilvikum dugar það til, en þó ekki alltaf. Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu hjá opinberum aðilum og nægir þá oftast að framvísa sjúkratryggingakortinu. Kjósi þeir, eða þurfa af einhverjum ástæðum, að leggjast inn á einkarekið sjúkrahús kann það að vera kostnaðarsamt og ekki víst að sjúkratryggingar endurgreiði allan kostnaðinn. Þá kemur sér vel að vera með ferðatryggingar. Þegar um er að ræða langa sjúkrahúsvist og eða jafnvel sjúkraflug heim til Íslands er sömuleiðis gott að vera með góða ferðatryggingu. Því má segja að góð ferðatrygging auki fjárhagslegt öryggi ferðalanga. Ef þú ferðast sjaldan og aðeins innan Evrópu eru kort með minni tryggingavernd og ódýrara árgjaldi kostur sem vert er að skoða. Finna má ýmis kort með ágætis tryggingavernd og lágu árgjaldi sem ná yfir helstu áhættuþætti. Slík kort kunna jafnframt að henta vel með ferðavernd heimilistrygginga. Neyðarþjónusta fyrir korthafa - öryggisatriði á ferðalögum Kreditkort með ferðatryggingu veita einnig aðgang að neyðarþjónustu SOS. Hjá SOS starfa sérfræðingar sem eru á vakt allan sólarhringinn. Þeir veita ráð um hvernig best er að snúa sér lendi fólk í slysi eða ef upp koma alvarleg veikindi á ferðalagi. Forfallatryggingar og þjófnaður á ferðalagi Að lokum er rétt að nefna að stundum koma upp skyndileg veikindi eða slys sem verða til þess að ekki er hægt að fara í bókaðar ferðir. Þá er hægt að sækja í forfallatrygginguna sem fylgir með flestum kreditkortum. Það er óskemmtileg reynsla að verða fyrir því að farangri eða nýkeyptum varningi sé stolið. Ef það gerist kemur tryggingaverndin í góðar þarfir. Ekki er á allra vitorði að forfallavernd kortatrygginga nær einnig yfir flug og gistingu á ferðum um Ísland. Þá þarf að vísu að greiða helming þess kostnaðar fyrir fram með kortinu. Hér er aðeins tæpt á helstu kostum kortatrygginga og samspili þeirra við ferðavernd heimilistrygginga. Aðalatriðið er að fólk átti sig á hvort, og þá hvernig, það er tryggt áður en haldið er af stað í ferðalag. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Ferðalög Tengdar fréttir Hvort er betra, kreditkort eða debetkort? Við veltum oft fyrir okkur hvort sé betra að nota kreditkort eða debetkort, og erum oft sannfærð um að önnur tegundin sé betri en hin. 20. júní 2024 17:00 Ókeypis lán í hverjum mánuði Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. 19. júní 2024 10:00 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stundum er ég spurð að því hvort ferðatryggingar kreditkorta séu ekki óþarfi þar sem margir eru með heimilistryggingar sem fela einnig í sér tryggingavernd á ferðalögum. Í einhverjum tilvikum kann það að vera rétt en staðreyndin er sú að ferðavernd fylgir ekki sjálfkrafa með heimilistryggingunni heldur er hún valfrjáls og fyrir hana þarf að greiða aukalega. Því gætu einhverjir talið sig vera með ferðaverndina í sinni heimilistryggingu án þess að sú sé raunin. Loks eru enn aðrir sem kjósa einfaldlega að kaupa ekki slíka vernd. Ferðatryggingar kreditkorta hafa notið vinsælda um árabil og eru góður valkostur fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig á ferðalögum. Þær veita mismikla tryggingavernd, allt eftir því hvaða kreditkort er valið. Hverjar eru þarfir þínar? Rétt er að hafa í huga að við höfum ekki öll sömu þarfir þegar kemur að ferðatryggingum. Dýrasta kortið, með víðtækustu ferðatryggingunum, er til dæmis ekki endilega besti valkosturinn fyrir alla. Veldu alltaf það kreditkort sem hentar þér best. Ef þú ferðast til dæmis oft og jafnvel út fyrir Evrópu má mæla með korti með víðtækri tryggingavernd, sér í lagi góðri sjúkra- og slysatryggingu. Að nýta heilbrigðisþjónustu erlendis getur verið mjög dýrt, einkum ef fólk þarf að leggjast inn á spítala í lengri tíma. Samspil kortatrygginga og ferðaverndar heimilistrygginga Kortatryggingar og ferðavernd heimilistrygginga eru um margt sambærilegar. Þau, sem vilja vera sérstaklega vel tryggð, eru oft bæði með ferðatengda kortatryggingu og ferðatengda heimilistryggingu. Ef hámarksbótafjárhæð er náð á annarri tryggingunni tekur hin við. Á þetta getur reynt þegar kostnaður vegna slyss eða veikinda er verulegur. Oft kemur á óvart hversu hár kostnaður getur hlotist af jafnvel smávægilegustu óhöppum eða atvikum. Auk sjúkra- og slysatryggingaverndar fylgir ýmis önnur tryggingavernd með kreditkortum, ólík eftir tegundum korts, s.s. bílaleigutryggingar með dýrari kortum. Ferðatrygging innan Evrópu Sumir láta Evrópska sjúkratryggingakortið duga þegar ferðast er innan Evrópu. Það er vissulega mikilvægt að hafa það kort meðferðis og í einhverjum tilvikum dugar það til, en þó ekki alltaf. Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu hjá opinberum aðilum og nægir þá oftast að framvísa sjúkratryggingakortinu. Kjósi þeir, eða þurfa af einhverjum ástæðum, að leggjast inn á einkarekið sjúkrahús kann það að vera kostnaðarsamt og ekki víst að sjúkratryggingar endurgreiði allan kostnaðinn. Þá kemur sér vel að vera með ferðatryggingar. Þegar um er að ræða langa sjúkrahúsvist og eða jafnvel sjúkraflug heim til Íslands er sömuleiðis gott að vera með góða ferðatryggingu. Því má segja að góð ferðatrygging auki fjárhagslegt öryggi ferðalanga. Ef þú ferðast sjaldan og aðeins innan Evrópu eru kort með minni tryggingavernd og ódýrara árgjaldi kostur sem vert er að skoða. Finna má ýmis kort með ágætis tryggingavernd og lágu árgjaldi sem ná yfir helstu áhættuþætti. Slík kort kunna jafnframt að henta vel með ferðavernd heimilistrygginga. Neyðarþjónusta fyrir korthafa - öryggisatriði á ferðalögum Kreditkort með ferðatryggingu veita einnig aðgang að neyðarþjónustu SOS. Hjá SOS starfa sérfræðingar sem eru á vakt allan sólarhringinn. Þeir veita ráð um hvernig best er að snúa sér lendi fólk í slysi eða ef upp koma alvarleg veikindi á ferðalagi. Forfallatryggingar og þjófnaður á ferðalagi Að lokum er rétt að nefna að stundum koma upp skyndileg veikindi eða slys sem verða til þess að ekki er hægt að fara í bókaðar ferðir. Þá er hægt að sækja í forfallatrygginguna sem fylgir með flestum kreditkortum. Það er óskemmtileg reynsla að verða fyrir því að farangri eða nýkeyptum varningi sé stolið. Ef það gerist kemur tryggingaverndin í góðar þarfir. Ekki er á allra vitorði að forfallavernd kortatrygginga nær einnig yfir flug og gistingu á ferðum um Ísland. Þá þarf að vísu að greiða helming þess kostnaðar fyrir fram með kortinu. Hér er aðeins tæpt á helstu kostum kortatrygginga og samspili þeirra við ferðavernd heimilistrygginga. Aðalatriðið er að fólk átti sig á hvort, og þá hvernig, það er tryggt áður en haldið er af stað í ferðalag. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka.
Hvort er betra, kreditkort eða debetkort? Við veltum oft fyrir okkur hvort sé betra að nota kreditkort eða debetkort, og erum oft sannfærð um að önnur tegundin sé betri en hin. 20. júní 2024 17:00
Ókeypis lán í hverjum mánuði Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. 19. júní 2024 10:00
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun