Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 18:11 Ármann Þorvaldsson, er forstjóti Kviku banka. Aðsend Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. Þetta kemur fram í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í dag. Áður hafði Íslandsbanki tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkenndi að brotin væru mörg og alvarleg. Athugun á starfsemi Kviku hófst í febrúar á síðasta ári og niðurstaða lá fyrir í júní á þessu ári. Markmiðið var að leggja mat á skráningar og rekjanleika á upplýsingum í kerfum bankans í tengslum við millibankaviðskipti, reiðufjárviðskipti og millifærslur fjármuna milli landa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var, eftir því sem við átti, lagt mat á úrbætur sem gerðar hafa verið í kjölfar vettvangsathugunar hjá bankanum sem lauk í desember 2021. Árið 2019 sektaði fjármálaeftirlitið Kviku um þrjár milljónir vegna þess að bankinn lét hjá líða að tilkynna fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Í úttektinni nú er áhættumati bankans á starfsemi og aðferðafræði að baki því talið að nokkru ábótavant. Sömuleiðis áhættumati á á samningssamböndum og einstökum viðskiptum. Skjölun og utanumhaldi gagna bankans vegna áreiðanleikakönnunar var talið að nokkru ábótavant þar sem gögn voru geymd í mismunandi kerfum fyrir mismunandi vörur. Þá var framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana á áhættumeiri viðskiptamönnum talin verulega ábótavant. „Í úrtaki fjármálaeftirlitsins voru 13 viðskiptamenn og voru auknar áreiðanleikakannanir og/eða skjalfesting þeirra í engum tilvikum fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Uppfærslu áreiðanleikakannanna, færslueftirliti bankans og skáningu og rekjanleika í upplýsingakerfum var einnig fundið ýmislegt til foráttu. Fjármálaeftirlitið fer því fram á að bankinn myndi fela innri endurskoðanda að gera úttekt á hvort farið hafi verið að úrbótakröfum með fullnægjandi hætti og að gerði yrði grein fyrir úttektinni og niðurstöðum hennar í sérstakri skýrslu sem send yrði fjármálaeftirlitinu. Kvika banki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í dag. Áður hafði Íslandsbanki tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkenndi að brotin væru mörg og alvarleg. Athugun á starfsemi Kviku hófst í febrúar á síðasta ári og niðurstaða lá fyrir í júní á þessu ári. Markmiðið var að leggja mat á skráningar og rekjanleika á upplýsingum í kerfum bankans í tengslum við millibankaviðskipti, reiðufjárviðskipti og millifærslur fjármuna milli landa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var, eftir því sem við átti, lagt mat á úrbætur sem gerðar hafa verið í kjölfar vettvangsathugunar hjá bankanum sem lauk í desember 2021. Árið 2019 sektaði fjármálaeftirlitið Kviku um þrjár milljónir vegna þess að bankinn lét hjá líða að tilkynna fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Í úttektinni nú er áhættumati bankans á starfsemi og aðferðafræði að baki því talið að nokkru ábótavant. Sömuleiðis áhættumati á á samningssamböndum og einstökum viðskiptum. Skjölun og utanumhaldi gagna bankans vegna áreiðanleikakönnunar var talið að nokkru ábótavant þar sem gögn voru geymd í mismunandi kerfum fyrir mismunandi vörur. Þá var framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana á áhættumeiri viðskiptamönnum talin verulega ábótavant. „Í úrtaki fjármálaeftirlitsins voru 13 viðskiptamenn og voru auknar áreiðanleikakannanir og/eða skjalfesting þeirra í engum tilvikum fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Uppfærslu áreiðanleikakannanna, færslueftirliti bankans og skáningu og rekjanleika í upplýsingakerfum var einnig fundið ýmislegt til foráttu. Fjármálaeftirlitið fer því fram á að bankinn myndi fela innri endurskoðanda að gera úttekt á hvort farið hafi verið að úrbótakröfum með fullnægjandi hætti og að gerði yrði grein fyrir úttektinni og niðurstöðum hennar í sérstakri skýrslu sem send yrði fjármálaeftirlitinu.
Kvika banki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira