Í dagbókarfærslu lögreglunnar fyrir gærkvöldið og nóttina segir að bifreið ökuþórsins hafi verið óökufær eftir áreksturinn.
Þá segir að tilkynnt hafi verið um ölvaðan mann á krá í Reykjavík. Hann hafi verið óðamála, hávær og ekki hlýtt neinum fyrirmælum lögreglu. Hann hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands og hegðunar.