„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2024 20:52 Erlendur við árbakkann. Hann segist langþreyttur á baráttu sinni við kerfið, sem spanni áratugi en hafi litlu sem engu skilað. Vísir/Einar Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar. Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar.
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira