Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2024 23:25 Brad Pitt og Damson Idris meðleikari hans á tökustað í fyrra. EPA Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Sem stendur á myndin að heita því einfalda nafni F1. Tökur hófust í fyrra og hafa meðal annars farið fram á breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Formúlu 1 í fyrra. Breski kappaksturinn verður haldinn á Silverstone brautinni á sunnudag. Búist er við að tökulið verði þar í þeim tilgangi að ná myndefni fyrir bíómyndina. Þá sást nýlega til Pitt á annarri kappakstursbraut í Bretlandi, þar sem hann klæddist keppnisgalla merktum skáldaða liðinu APX GP. Heimildir BBC herma að Pitt fari með hlutverk reynsluboltans Sonny Hayes, sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir langa fjarveru. Þá kemur fram í umfjöllun BBC að Hamilton hafi tekið virkan þátt í gerð myndarinnar og hann leitist við að gera hana eins raunverulega og mögulegt er. Þá vilji hann sýna hvernig íþróttin er í hnotskurn. Leikstjóri F1 er Joseph Kosinski, sem leikstýrði meðal annars Top Gun: Maverick. Aðrir leikarar í myndinni sem vitað er um eru óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem og breski leikarinn Damson Idris. Akstursíþróttir Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sem stendur á myndin að heita því einfalda nafni F1. Tökur hófust í fyrra og hafa meðal annars farið fram á breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Formúlu 1 í fyrra. Breski kappaksturinn verður haldinn á Silverstone brautinni á sunnudag. Búist er við að tökulið verði þar í þeim tilgangi að ná myndefni fyrir bíómyndina. Þá sást nýlega til Pitt á annarri kappakstursbraut í Bretlandi, þar sem hann klæddist keppnisgalla merktum skáldaða liðinu APX GP. Heimildir BBC herma að Pitt fari með hlutverk reynsluboltans Sonny Hayes, sem snýr aftur í Formúlu 1 eftir langa fjarveru. Þá kemur fram í umfjöllun BBC að Hamilton hafi tekið virkan þátt í gerð myndarinnar og hann leitist við að gera hana eins raunverulega og mögulegt er. Þá vilji hann sýna hvernig íþróttin er í hnotskurn. Leikstjóri F1 er Joseph Kosinski, sem leikstýrði meðal annars Top Gun: Maverick. Aðrir leikarar í myndinni sem vitað er um eru óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem og breski leikarinn Damson Idris.
Akstursíþróttir Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira