Lehmann elti kærastann til Ítalíu: „Draumur að geta verið hjá sama félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 12:30 Nýjasti leikmaður Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Alisha Lehmann er gengin í raðir Juventus frá Aston Villa. Eltir hún kærasta sinn Douglas Luiz sem samdi við Juventus á dögunum. Þá hefur Chelsea fengið framherjann Sandy Baltimore frá París Saint-Germain. Á meðan stærstu lið Evrópu karla megin hafa haldið sig hæg á leikmannamarkaðnum til þessa þar sem bæði Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnin eru í fullum gangi þá er nóg af félagaskiptum kvenna megin. Juventus hefur staðfest komu Alishu Lehmann, landsliðskonu frá Sviss, en hún eltir kærasta sinn Luiz til Ítalíu. Hin 25 ára gamla Lehmann hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Sviss og spilað á Englandi síðan 2018. Skrifar hún undir þriggja ára samning á Ítalíu. „Ég naut hverrar mínútu af árunum mínum þremur hjá félaginu,“ sagði Lehmann um tíma sinn hjá Aston Villa. „Ég gæti ekki verið glaðari. Juventus á ríka sögu, svo ríka sögu raunar að ég var stressuð þegar ég mætti í læknisskoðunina því það voru svo mikið af stuðningsfólki mætt. En fyrir Douglas og mig þá er draumurinn að geta verið hjá sama félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Chelsea heldur áfram að láta til sín taka á markaðnum. Nú hefur það staðfest komu hinnar 24 ára gömlu Sandy Baltimore frá PSG. Sú skrifar undir fjögurra ára samning, til ársins 2028. Baltimore er örvfætt og getur spilað í fremstu línu, á báðum vængjum eða í holunni á bakvið framherjann. Hún á að baki yfir 200 leiki fyrir PSG og gefur sóknarlínu Chelsea meira jafnvægi. „Ég er mjög ánægð með að vera gengin í raðir Chelsea, mér líður frábærlega. Ég hef alltaf viljað spila fyrir félagið og nú verður það að veruleika,“ sagði Baltimore við undirskriftina. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30 Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01 Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Á meðan stærstu lið Evrópu karla megin hafa haldið sig hæg á leikmannamarkaðnum til þessa þar sem bæði Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnin eru í fullum gangi þá er nóg af félagaskiptum kvenna megin. Juventus hefur staðfest komu Alishu Lehmann, landsliðskonu frá Sviss, en hún eltir kærasta sinn Luiz til Ítalíu. Hin 25 ára gamla Lehmann hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Sviss og spilað á Englandi síðan 2018. Skrifar hún undir þriggja ára samning á Ítalíu. „Ég naut hverrar mínútu af árunum mínum þremur hjá félaginu,“ sagði Lehmann um tíma sinn hjá Aston Villa. „Ég gæti ekki verið glaðari. Juventus á ríka sögu, svo ríka sögu raunar að ég var stressuð þegar ég mætti í læknisskoðunina því það voru svo mikið af stuðningsfólki mætt. En fyrir Douglas og mig þá er draumurinn að geta verið hjá sama félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Chelsea heldur áfram að láta til sín taka á markaðnum. Nú hefur það staðfest komu hinnar 24 ára gömlu Sandy Baltimore frá PSG. Sú skrifar undir fjögurra ára samning, til ársins 2028. Baltimore er örvfætt og getur spilað í fremstu línu, á báðum vængjum eða í holunni á bakvið framherjann. Hún á að baki yfir 200 leiki fyrir PSG og gefur sóknarlínu Chelsea meira jafnvægi. „Ég er mjög ánægð með að vera gengin í raðir Chelsea, mér líður frábærlega. Ég hef alltaf viljað spila fyrir félagið og nú verður það að veruleika,“ sagði Baltimore við undirskriftina.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30 Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01 Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30
Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01
Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01