Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 13:35 Berlusconi var einhver skrautlegasta stjórnmálafígúra Evrópu á þessari öld. Getty/Franco Origlia Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær. Á ráðstefnu í suðurhluta landsins sagði Salvini að ítölsk flugmálayfirvöld hefðu samþykkt beiðni Langbarðalands, hvers höfuðborg er Mílanó, um að endurnefna Malpensaflugvöll í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. Viðskiptajöfur og leiðtogi Berlusconi lést á síðasta ári 86 ára að aldri. Hann leiddi fjórar ríkisstjórnir fyrir hönd Forza Italia og er líklega einhver umdeildasti stjórnmálaleiðtogi upphafs 21. aldarinnar. Berlusconi fæddist árið 1936 og hóf feril sinn í fasteignaviðskiptum. Hann stofnaði síðar Mediaset, stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan 1986 til 2017. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Flokkur hans komst aftur til valda í fyrra, í samsteypustjórn undir forystu Giorgiu Meloni. Ákærður 35 sinnum Berlusconi var ákærður 35 sinnum fyrir glæpi en aðeins sakfelldur einu sinni og þá fyrir skattsvik. Hann hrökklaðist úr embætti árið 2011 þegar hann var sakaður um að hafa greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf og misnotað völd sín til að hylma yfir það. „Í minningu vinar míns Silvio, mikils viðskiptajöfurs, góðborgara Mílanó og mikill Ítali,“ skrifar Salvini í færslu sem hann birti á X. Ítalía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Á ráðstefnu í suðurhluta landsins sagði Salvini að ítölsk flugmálayfirvöld hefðu samþykkt beiðni Langbarðalands, hvers höfuðborg er Mílanó, um að endurnefna Malpensaflugvöll í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. Viðskiptajöfur og leiðtogi Berlusconi lést á síðasta ári 86 ára að aldri. Hann leiddi fjórar ríkisstjórnir fyrir hönd Forza Italia og er líklega einhver umdeildasti stjórnmálaleiðtogi upphafs 21. aldarinnar. Berlusconi fæddist árið 1936 og hóf feril sinn í fasteignaviðskiptum. Hann stofnaði síðar Mediaset, stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan 1986 til 2017. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Flokkur hans komst aftur til valda í fyrra, í samsteypustjórn undir forystu Giorgiu Meloni. Ákærður 35 sinnum Berlusconi var ákærður 35 sinnum fyrir glæpi en aðeins sakfelldur einu sinni og þá fyrir skattsvik. Hann hrökklaðist úr embætti árið 2011 þegar hann var sakaður um að hafa greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf og misnotað völd sín til að hylma yfir það. „Í minningu vinar míns Silvio, mikils viðskiptajöfurs, góðborgara Mílanó og mikill Ítali,“ skrifar Salvini í færslu sem hann birti á X.
Ítalía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41
Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48
Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41