Jon Landau er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 10:46 Jon (t.v) var heiðraður ásamt samstarfsfélaga sínum David Cameron í sérstakri athöfn í kínverska kvikmyndahúsinu í Los Angeles. EPA/Caroline Brehman Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Alan Bergman, stjórnarformaður afþreyingardeildar Disney, kunngerði um andlát hans í tilkynningu sem gefin var út í gær. Engin dánarorsök var gefin upp. „Jon var hugsjónamaður sem hafði ótrúlega hæfileika og ástríðu sem blésu lífi í ógleymanlegar sögur á hvíta tjaldinu. Ómetanlegu framlög hans í þágu kvikmyndaiðnaðarins hafa markað óafmáanleg spor og hans verður sárt saknað. Hann var tímamótaframleiðandi og átti farsælan feril en þeim mun betri manneskja og sannkallað náttúruafl sem veitti öllum í kringum hann innblástur,“ segir Alan. Jon Landau framleiddi meðal mannars myndina Titanic árið 1997 sem var þá arðbærasta mynd sögunnar. Það met hefur hann þó slegið tvisvar síðan. Fyrst með myndinni Avatar undir leikstjórn Davids Cameron árið 2009 og svo framhaldsmyndinni Avatar: The Way of Water árið 2022. Ferill Landau hófst í níunni þegar hann starfaði sem framleiðslustjóri. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð svo framleiðandi Titanic árið 1997. Þetta samvinnuverkefni Landau og Cameron var tilnefnt til fjórtán Óskarsverðlauna og hreppti ellefu, þeirra á meðal fyrir bestu kvikmynd. „Ég kann ekki að leika og ég kann ekki að semja tónlist og ég kann ekki að gera tæknibrellur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég framleiði,“ sagði Landau þegar hann tók við virtustu verðlaunum kvikmyndabransans ásamt Cameron. Jon Landau fæddist í New York árið 1960 og var sonur tveggja kvikmyndafrmaleiðenda, þeirra Ely og Edie Landau. Jon lætur eftir sig eiginkonu til fjögurra áratuga og tvo syni þeirra. Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Alan Bergman, stjórnarformaður afþreyingardeildar Disney, kunngerði um andlát hans í tilkynningu sem gefin var út í gær. Engin dánarorsök var gefin upp. „Jon var hugsjónamaður sem hafði ótrúlega hæfileika og ástríðu sem blésu lífi í ógleymanlegar sögur á hvíta tjaldinu. Ómetanlegu framlög hans í þágu kvikmyndaiðnaðarins hafa markað óafmáanleg spor og hans verður sárt saknað. Hann var tímamótaframleiðandi og átti farsælan feril en þeim mun betri manneskja og sannkallað náttúruafl sem veitti öllum í kringum hann innblástur,“ segir Alan. Jon Landau framleiddi meðal mannars myndina Titanic árið 1997 sem var þá arðbærasta mynd sögunnar. Það met hefur hann þó slegið tvisvar síðan. Fyrst með myndinni Avatar undir leikstjórn Davids Cameron árið 2009 og svo framhaldsmyndinni Avatar: The Way of Water árið 2022. Ferill Landau hófst í níunni þegar hann starfaði sem framleiðslustjóri. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð svo framleiðandi Titanic árið 1997. Þetta samvinnuverkefni Landau og Cameron var tilnefnt til fjórtán Óskarsverðlauna og hreppti ellefu, þeirra á meðal fyrir bestu kvikmynd. „Ég kann ekki að leika og ég kann ekki að semja tónlist og ég kann ekki að gera tæknibrellur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég framleiði,“ sagði Landau þegar hann tók við virtustu verðlaunum kvikmyndabransans ásamt Cameron. Jon Landau fæddist í New York árið 1960 og var sonur tveggja kvikmyndafrmaleiðenda, þeirra Ely og Edie Landau. Jon lætur eftir sig eiginkonu til fjögurra áratuga og tvo syni þeirra.
Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira