Mikil uppbygging framundan á Borg í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 20:05 Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, sem bindur miklar vonir við nýja íbúðahverfið á Borg og alla uppbygginguna á svæðinu sem framundan er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heitasti reiturinn á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í dag er á Borg í Grímsnesi en þar er búið að skipuleggja stóra nýja íbúðabyggð fyrir 220 íbúðir, auk nokkurra stórra lóða undir verslun og þjónustu. Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Borg í Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi því þar eru hafnar miklar gatnagerðarframkvæmdir vegna nýju íbúðabyggðarinnar, sem verður glæsileg í alla staði gangi allt eftir. Nöfnin á nýju götunum verða Miðtún, Lækjartún og Borgartún. „Og þar er gert ráð fyrir íbúðum, allt að 57 íbúðum að öllum stærðum og gerðum. Allar tegundir húsa, fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús, eitthvað fyrir alla,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Nýja hverfið er rétt við Biskupstungnabrautina, sem er hluti af Gullna hringnum en þar fara að meðaltali um 2.500 bílar á dag fram hjá Borg og í sveitarfélaginu eru 3.300 sumarhús, „Við ákváðum bara að ríða á vaðið í þessu. Það er skylda okkar að skaffa lóðir og við viljum ekki skauta fram hjá því. Þetta er svo frábær staðsetning. Við erum 50 til 60 mínútur til Reykjavíkur og svona 20 mínútur á Selfoss,” segir Iða Marsibil. Iða sveitarstjóri segir að síminn stoppi ekki á skrifstofu sveitarfélagsins vegna nýju uppbyggingarinnar, fólk vill fá að vita meira um hverfið og fá allar helstu upplýsingar um það.Aðsend En er allt klárt fyrir svona mikla uppbyggingu? „Já, við viljum taka það skýrt fram að við erum skynsöm í þessu og þess vegna áfangaskiptum við þessu svæði hér, íbúðasvæðinu. Það er í rauninni komið rammaskipulag upp, sem getur farið undir 220 íbúðir af ýmsu tagi en við byrjum hér á 57 íbúðum og erum svo tilbúin að halda áfram í gatnagerðinni ef að þetta verður vinsælt,” segir sveitarstjórinn enn fremur. Nýja hverfið verður allt hið glæsilegasta ef öll áform sveitarfélagsins ganga eftir.Aðsend Verslun og Þjónusta verður hluti af nýja hverfinu eins og Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu sýnir. „Hér er sem sagt bensínstöð eða verslun og hraðhleðsla, sem á að geta tekið rútur, trukka og venjulega bíla, þannig að þarna verði bara allt til alls, einhver Þjónusta fyrir fólkið hérna en það er ótrúlega mikið af fólki, mörg þúsund manns allar helgar og umferðin hérna tvöfalt meiri en hjá Staðarskála hérna fram hjá,” segir Ragnar. Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu á mikinn heiður af allri vinnu og skipulagningu vegna nýju framkvæmdanna á Borg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju ætti fólk að flytja í nýja hverfið á Borg? „Það er bara gott að vera hérna svolítið út af fyrir sig, endilega kynnið ykkur málið,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Kort af svæðinu.Aðsend Heimasíða verkefnisins Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Borg í Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi því þar eru hafnar miklar gatnagerðarframkvæmdir vegna nýju íbúðabyggðarinnar, sem verður glæsileg í alla staði gangi allt eftir. Nöfnin á nýju götunum verða Miðtún, Lækjartún og Borgartún. „Og þar er gert ráð fyrir íbúðum, allt að 57 íbúðum að öllum stærðum og gerðum. Allar tegundir húsa, fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús, eitthvað fyrir alla,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Nýja hverfið er rétt við Biskupstungnabrautina, sem er hluti af Gullna hringnum en þar fara að meðaltali um 2.500 bílar á dag fram hjá Borg og í sveitarfélaginu eru 3.300 sumarhús, „Við ákváðum bara að ríða á vaðið í þessu. Það er skylda okkar að skaffa lóðir og við viljum ekki skauta fram hjá því. Þetta er svo frábær staðsetning. Við erum 50 til 60 mínútur til Reykjavíkur og svona 20 mínútur á Selfoss,” segir Iða Marsibil. Iða sveitarstjóri segir að síminn stoppi ekki á skrifstofu sveitarfélagsins vegna nýju uppbyggingarinnar, fólk vill fá að vita meira um hverfið og fá allar helstu upplýsingar um það.Aðsend En er allt klárt fyrir svona mikla uppbyggingu? „Já, við viljum taka það skýrt fram að við erum skynsöm í þessu og þess vegna áfangaskiptum við þessu svæði hér, íbúðasvæðinu. Það er í rauninni komið rammaskipulag upp, sem getur farið undir 220 íbúðir af ýmsu tagi en við byrjum hér á 57 íbúðum og erum svo tilbúin að halda áfram í gatnagerðinni ef að þetta verður vinsælt,” segir sveitarstjórinn enn fremur. Nýja hverfið verður allt hið glæsilegasta ef öll áform sveitarfélagsins ganga eftir.Aðsend Verslun og Þjónusta verður hluti af nýja hverfinu eins og Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu sýnir. „Hér er sem sagt bensínstöð eða verslun og hraðhleðsla, sem á að geta tekið rútur, trukka og venjulega bíla, þannig að þarna verði bara allt til alls, einhver Þjónusta fyrir fólkið hérna en það er ótrúlega mikið af fólki, mörg þúsund manns allar helgar og umferðin hérna tvöfalt meiri en hjá Staðarskála hérna fram hjá,” segir Ragnar. Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu á mikinn heiður af allri vinnu og skipulagningu vegna nýju framkvæmdanna á Borg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju ætti fólk að flytja í nýja hverfið á Borg? „Það er bara gott að vera hérna svolítið út af fyrir sig, endilega kynnið ykkur málið,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Kort af svæðinu.Aðsend Heimasíða verkefnisins
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira