Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 07:40 Það var Hakeem Jeffiries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sem boðaði til fundarins um stöðu forsetans. Getty Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. Um var að ræða hóp fulltrúadeildarþingmanna sem allir eiga það sameiginlegt að sitja í valdamiklum þingnefndum og samkvæmt New York Times var umræðuefnið hvernig þingmennirnir gætu beitt áhrifum sínum til að þrýsta á Biden um að láta gott heita. Niðurstaða fundarins er sögð hafa verið sú að eina leiðin fyrir Demókrata til að halda Hvíta húsinu og hafa sigur í baráttunni um meirihluta á þinginu væri að Biden stigi til hliðar. Þess ber þó að geta að nokkrir fundarmanna hafa lýst yfir stuðningi við Biden í kjölfar fundarins. Fundurinn er sagður til marks um þær áhyggjur sem enn eru uppi vegna hörmulegrar frammistöðu Biden í fyrri kappræðunum við Donald Trump á dögunum en þingmennirnir eru sagðir hafa lýst bæði eigin efasemdum og efasemdum kjósenda í kjördæmum sínum. Leiðtogar innan Demókrataflokksins eru sagðir vilja gefa Biden ráðrúm til að taka sjálfur ákvörðun um að draga sig í hlé, frekar en að stíga fram og kalla eftir því opinberlega en kosningateymi Biden hefur á sama tíma bent á að margir háttsettir flokksmenn hafi þegar lýst yfir stuðningi við forsetann. New York Times segir aðra Demókrata vilja gefa Biden tækifæri til þess að sýna og sanna að hann sé sannarlega starfinu vaxinn og að frammistaðan í kappræðunum hafi verið afmarkað atvik. Forsetinn var á ferð og flugi um helgina og freistaði þess að sannfæra kjósendur um getu sína til að sigra Trump, meðal annars með því að ávarpa samkomu án þess að styðjast við texta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Um var að ræða hóp fulltrúadeildarþingmanna sem allir eiga það sameiginlegt að sitja í valdamiklum þingnefndum og samkvæmt New York Times var umræðuefnið hvernig þingmennirnir gætu beitt áhrifum sínum til að þrýsta á Biden um að láta gott heita. Niðurstaða fundarins er sögð hafa verið sú að eina leiðin fyrir Demókrata til að halda Hvíta húsinu og hafa sigur í baráttunni um meirihluta á þinginu væri að Biden stigi til hliðar. Þess ber þó að geta að nokkrir fundarmanna hafa lýst yfir stuðningi við Biden í kjölfar fundarins. Fundurinn er sagður til marks um þær áhyggjur sem enn eru uppi vegna hörmulegrar frammistöðu Biden í fyrri kappræðunum við Donald Trump á dögunum en þingmennirnir eru sagðir hafa lýst bæði eigin efasemdum og efasemdum kjósenda í kjördæmum sínum. Leiðtogar innan Demókrataflokksins eru sagðir vilja gefa Biden ráðrúm til að taka sjálfur ákvörðun um að draga sig í hlé, frekar en að stíga fram og kalla eftir því opinberlega en kosningateymi Biden hefur á sama tíma bent á að margir háttsettir flokksmenn hafi þegar lýst yfir stuðningi við forsetann. New York Times segir aðra Demókrata vilja gefa Biden tækifæri til þess að sýna og sanna að hann sé sannarlega starfinu vaxinn og að frammistaðan í kappræðunum hafi verið afmarkað atvik. Forsetinn var á ferð og flugi um helgina og freistaði þess að sannfæra kjósendur um getu sína til að sigra Trump, meðal annars með því að ávarpa samkomu án þess að styðjast við texta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira