FCK hafnar risatilboði frá Spáni í Orra Stein Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 12:50 FCK vill ekki missa Orra Stein Óskarsson úr sínum röðum. Anders Kjaerbye/Getty Images Danska úrvalsdeildarliðið FC Kaupmannahöfn hefur hafnað risatilboði frá spænska úrvalsdeildarfélaginu Girona í Orra Stein Óskarsson. Blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini hjá danska miðlinum Tipsbladet að Girona sé tilbúið að greiða vel yfir hundrað milljónir danskra króna fyrir Orra, en það samsvarar rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Abolhosseini greinir einnig frá því að Girona hafi nú þegar boðið Kaupmannahafnarliðinu ellefu milljónir evra, eða 82,5 milljónir danskra króna, fyrir Orra Stein, en að félagið hafi nú þegar hafnað því tilboði. Það samningstilboð fól einnig í sér árangurstengdar bónusgreiðslur sem hefðu komið kaupverðinu yfir hundrað milljónir danskra króna. Girona FC vil gå rigtig langt for at købe Orri Óskarsson i FC København som afløser for Artem Dovbyk. La Liga-klubben har budt 11 millioner euro plus bonusser, der får beløbet langt over 100 millioner kroner, men Sune Smith-Nielsen har afvist buddet. https://t.co/DKWThWRbdP— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 8, 2024 Sune Smith-Nielsen, íþróttastjóri FCK, segir hins vegar að félagið hafi stór áform fyrir Orra Stein og því hafi Kaupmannahafnarliðið hafnað tilboðinu. Félagið sér fyrir sér að þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður muni leika stórt hlutverk fyrir liðið á komanid árum og því hafi tilboðinu verið hafnað. Búist er við því að Orri Steinn verði fyrsti kostur Jacobs Neestrup, þjálfara FCK, í framherjastöðuna á næsta tímabili. Girona, sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, vill hins vegar klófesta framherjann og fá hann til liðs við félagið í stað Artems Dovbyk sem er á leið til Atlético Madrid. Alls skoraði Orri Steinn tíu mörk fyrir FCK í dönsku deildinni á síðasta tímabili. Þar af skoraði hann sex mörk í tíu leikjum eftir að deildinni var skipt upp í efri- og neðri hluta. Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini hjá danska miðlinum Tipsbladet að Girona sé tilbúið að greiða vel yfir hundrað milljónir danskra króna fyrir Orra, en það samsvarar rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Abolhosseini greinir einnig frá því að Girona hafi nú þegar boðið Kaupmannahafnarliðinu ellefu milljónir evra, eða 82,5 milljónir danskra króna, fyrir Orra Stein, en að félagið hafi nú þegar hafnað því tilboði. Það samningstilboð fól einnig í sér árangurstengdar bónusgreiðslur sem hefðu komið kaupverðinu yfir hundrað milljónir danskra króna. Girona FC vil gå rigtig langt for at købe Orri Óskarsson i FC København som afløser for Artem Dovbyk. La Liga-klubben har budt 11 millioner euro plus bonusser, der får beløbet langt over 100 millioner kroner, men Sune Smith-Nielsen har afvist buddet. https://t.co/DKWThWRbdP— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 8, 2024 Sune Smith-Nielsen, íþróttastjóri FCK, segir hins vegar að félagið hafi stór áform fyrir Orra Stein og því hafi Kaupmannahafnarliðið hafnað tilboðinu. Félagið sér fyrir sér að þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður muni leika stórt hlutverk fyrir liðið á komanid árum og því hafi tilboðinu verið hafnað. Búist er við því að Orri Steinn verði fyrsti kostur Jacobs Neestrup, þjálfara FCK, í framherjastöðuna á næsta tímabili. Girona, sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, vill hins vegar klófesta framherjann og fá hann til liðs við félagið í stað Artems Dovbyk sem er á leið til Atlético Madrid. Alls skoraði Orri Steinn tíu mörk fyrir FCK í dönsku deildinni á síðasta tímabili. Þar af skoraði hann sex mörk í tíu leikjum eftir að deildinni var skipt upp í efri- og neðri hluta.
Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira