„Ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 13:33 Flest brot mannsins voru framin í Hafnarfirði eða þegar hann var í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir að hafa haft í ítrekuðum hótunum við lögreglumenn á ellefu mánaða tímabili. Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira