Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2024 19:20 Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tekur á móti Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO við Pentagon í dag. Þriggja daga hátíðarfundur í tilefni 75 ára afmælis NATO hefst í Washington á morgun. AP/Kevin Wolf Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. Þess verður minnst á þriggja daga leiðtogafundi NATO sem hefst í Washington í Bandaríkjunum annað kvöld að 75 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Íslendingar voru meðal tólf stofnríkja NATO en nú eru aðildarríkin þrjátíu og tvö. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir fundinn sannarlega vera tímamót í sögu bandalagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að leiðtogafundurinn í Washington sendi frá sér skýr skilaboð, meðal annars um framtíðarstuðning við Úkraínu.Stöð 2/Einar „En fundurinn er haldinn í skugga þess sem er að gerast. Við erum einifaldlega að horfa upp á meiriháttar breytingar á alþjóðakerfinu og meiri spennu en við höfum séð í mjög marga áratugi,“ segir Þórdís Kolbrún. Auk stríðsátaka væru pólitískar væringar víða. Því skipti miklu máli að niðurstaða fundarins verði skýr. „Um einingu bandalagsins, um getu bandalagsins gagnvart fælingarmætti, fjárfestingu. Það sé algerlega skýrt og traust að bandalagið geti varið þau ríki sem tilheyra bandalaginu. Okkur þar á meðal,“ segir utanríkisráðherra. Fundurinn verði líka mikilvægur vegna gagnrýni Úkraínumanna og fleiri um seinagang og hik í stuðningi aðildarríkjanna við Úkraínu eftir innrás Rússa. „Við leggjum um með að svara þessum áhyggjum með ákvörðunum inni á fundinum. Bæði hvað varðar hlutverk Atlantshafsbandalagsins í þessari skipulaginu, skuldbindingu þegar kemur að langtíma stuðningi, sem verður þá hluti af niðurstöðu fundarins,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Tengdar fréttir Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Þess verður minnst á þriggja daga leiðtogafundi NATO sem hefst í Washington í Bandaríkjunum annað kvöld að 75 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Íslendingar voru meðal tólf stofnríkja NATO en nú eru aðildarríkin þrjátíu og tvö. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir fundinn sannarlega vera tímamót í sögu bandalagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að leiðtogafundurinn í Washington sendi frá sér skýr skilaboð, meðal annars um framtíðarstuðning við Úkraínu.Stöð 2/Einar „En fundurinn er haldinn í skugga þess sem er að gerast. Við erum einifaldlega að horfa upp á meiriháttar breytingar á alþjóðakerfinu og meiri spennu en við höfum séð í mjög marga áratugi,“ segir Þórdís Kolbrún. Auk stríðsátaka væru pólitískar væringar víða. Því skipti miklu máli að niðurstaða fundarins verði skýr. „Um einingu bandalagsins, um getu bandalagsins gagnvart fælingarmætti, fjárfestingu. Það sé algerlega skýrt og traust að bandalagið geti varið þau ríki sem tilheyra bandalaginu. Okkur þar á meðal,“ segir utanríkisráðherra. Fundurinn verði líka mikilvægur vegna gagnrýni Úkraínumanna og fleiri um seinagang og hik í stuðningi aðildarríkjanna við Úkraínu eftir innrás Rússa. „Við leggjum um með að svara þessum áhyggjum með ákvörðunum inni á fundinum. Bæði hvað varðar hlutverk Atlantshafsbandalagsins í þessari skipulaginu, skuldbindingu þegar kemur að langtíma stuðningi, sem verður þá hluti af niðurstöðu fundarins,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Tengdar fréttir Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07
Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39