Tuttugu fylgja fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 06:32 Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París. Talið frá vinstri: Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. ÍSÍ Ísland mun eiga fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París og voru þeir ásamt fylgdarliði kynnt til leiks á sérstökum fjölmiðlafundi í gær í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn