Skoðun

Réttur til sam­búðar á hjúkrunarheimilum

Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Það er eins og við séum slit­in í sund­ur, það er ekki hægt að segja annað, og ein­mitt þegar kannski væri mest þörf­in fyr­ir stuðning.” Þetta sagði viðmæl­andi í Kast­ljós­sviðtali árið 2013. Eig­in­kona hans þurfti að flytj­ast á hjúkr­un­ar­heim­ili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heil­sum­at. Maður­inn heim­sótti kon­una sína dag­lega í þrjú ár.

Öll vilj­um við fá að eld­ast með reisn. Við vilj­um njóta efri ár­anna í faðmi fjöl­skyldu okk­ar. Því miður er fjöl­skyldusam­ein­ing ekki tryggð í lög­um um mál­efni aldraðra. Rétt­ur til dval­ar á hjúkr­un­ar­heim­ili er bund­inn því skil­yrði að viðkom­andi hafi und­ir­geng­ist færni- og heil­sum­at sem sýni fram á þörf hans fyr­ir hjúkr­un­ar- eða dval­ar­rými. Það ger­ist reglu­lega þegar ein­stak­ling­ar þurfa heilsu sinn­ar vegna að leggj­ast inn á hjúkr­un­ar­heim­ili að þeir verða viðskila við maka sinn. Flokk­ur fólks­ins hef­ur lagt fram frum­varp sem boðar breyt­ing­ar á lög­um sem tryggja rétt­inn til sam­búðar í dval­ar- og hjúkr­un­ar­rým­um. Rétt­ur til sam­búðar, eðli máls­ins sam­kvæmt, nær ekki aðeins til dval­ar á sömu stofn­un, held­ur veit­ir maka rétt til dval­ar í sama rými. Mik­il­vægt er að staðið verði vörð um minni hjúkr­un­ar­heim­ili á lands­byggðinni og eldri borg­ar­ar geti dvalið með maka sín­um á hjúkr­un­ar­heim­ili í sinni heima­byggð en þurfi ekki að flytj­ast hreppa­flutn­ing­um.

Viðvar­andi skort­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­um, alls staðar á land­inu, sem og rekstra­vandi hjúkr­un­ar­heim­ila ger­ir það að verk­um að erfitt er að fá þing­meiri­hluta fyr­ir fyrr­nefndu frum­varpi Flokks fólks­ins. Sjö hundruð eldri borg­ar­ar eru á biðlista eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um og rík­is­stjórn­in virðist ekki ætla að gera mikið til þess að taka á þess­ari krísu. Upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila verður að taka til­lit til rétts til sam­búðar, mis­mun­andi bú­setu og fjöl­breyti­leika eldri borg­ara.

Með nú­ver­andi van­rækslu­stefnu stjórn­valda er erfitt að tryggja hjón­um rétt til sam­búðar á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Flokk­ur fólks­ins hef­ur lengi kallað eft­ir þjóðarátaki í upp­bygg­ingu á hjúkr­un­ar­heim­il­um og við telj­um það eðli­legt ef til­laga okk­ar um breyt­ingu á lög­um um mál­efni aldraðra verði hlut­ur af því átaki. Tryggja þarf öldruðum rétt til sam­búðar í ell­inni, en ekki viðskilnað!

Höf­und­ur er þingmaður Flokks fólks­ins í Norðvesturkjördæmi.




Skoðun

Sjá meira


×