„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 15:20 Heimir Hallgrímsson tekur í spaðann á Marc Canham, íþróttastjóra írska knattspyrnusambandsins. getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. Í dag var greint frá því að Heimir hefði verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026 en markmið hans verður að koma írska liðinu á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku eftir tvö ár. Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins, er í skýjunum með að hafa ráðið Heimi sem landsliðsþjálfara. „Fyrr á þessu ári settum við Heimi efst á óskalista okkar þar sem hæfni hans og reynsla passaði vel við leitarskilyrði okkar. Hann hefur ekki aðeins umtalsverða reynslu af alþjóðlegum fótbolta með tveimur landsliðum heldur hefur hann komið liðum á stórmót og ofar á heimslistann,“ sagði Canham. Evan Ferguson, framherji Brighton, er ein skærasta stjarna írska landsliðsins.getty/Tim Clayton „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá landsliðsþjálfara sem er áhugasamur um þróun fótboltans á Írlandi eins og við leggjum sjáum hana fyrir okkur og hefur einnig áhuga á yngri landsliðunum. Heimir hefur mikla ástríðu fyrir báðum þessum þáttum.“ Heimir var besti kosturinn Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, David Courell, er ekki síður sáttur með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta, að hafa tilkynnt Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara. Það hefur verið mikill áhugi á þessari ráðningu sem sýnir hversu annt fólki er um írskan fótbolta. Við erum hæstánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við leituðumst eftir en það sem mikilvægara er deilir sýn okkar fyrir írskan fótbolta. Heimir var besti kosturinn og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa,“ sagði Courell. Heimi er ætlað að koma Írum á HM 2026.getty/Stephen McCarthy Írska landsliðið hafði verið þjálfaralaust frá því í nóvember á síðasta ári, eða frá því ákveðið var að framlengja ekki samning Stephens Kenny. Þjálfaraleit Íra tók nákvæmlega 231 daga en í leikjunum fjórum á þeim tíma stýrði John O'Shea liðinu. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin. Írland er í 60. sæti styrkleikalista FIFA. Þess má geta að Heimir kom Íslandi hæst í 18. sæti listans og skilur við Jamaíku í 53. sæti hans. Fótbolti Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Í dag var greint frá því að Heimir hefði verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026 en markmið hans verður að koma írska liðinu á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku eftir tvö ár. Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins, er í skýjunum með að hafa ráðið Heimi sem landsliðsþjálfara. „Fyrr á þessu ári settum við Heimi efst á óskalista okkar þar sem hæfni hans og reynsla passaði vel við leitarskilyrði okkar. Hann hefur ekki aðeins umtalsverða reynslu af alþjóðlegum fótbolta með tveimur landsliðum heldur hefur hann komið liðum á stórmót og ofar á heimslistann,“ sagði Canham. Evan Ferguson, framherji Brighton, er ein skærasta stjarna írska landsliðsins.getty/Tim Clayton „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá landsliðsþjálfara sem er áhugasamur um þróun fótboltans á Írlandi eins og við leggjum sjáum hana fyrir okkur og hefur einnig áhuga á yngri landsliðunum. Heimir hefur mikla ástríðu fyrir báðum þessum þáttum.“ Heimir var besti kosturinn Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, David Courell, er ekki síður sáttur með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta, að hafa tilkynnt Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara. Það hefur verið mikill áhugi á þessari ráðningu sem sýnir hversu annt fólki er um írskan fótbolta. Við erum hæstánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við leituðumst eftir en það sem mikilvægara er deilir sýn okkar fyrir írskan fótbolta. Heimir var besti kosturinn og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa,“ sagði Courell. Heimi er ætlað að koma Írum á HM 2026.getty/Stephen McCarthy Írska landsliðið hafði verið þjálfaralaust frá því í nóvember á síðasta ári, eða frá því ákveðið var að framlengja ekki samning Stephens Kenny. Þjálfaraleit Íra tók nákvæmlega 231 daga en í leikjunum fjórum á þeim tíma stýrði John O'Shea liðinu. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin. Írland er í 60. sæti styrkleikalista FIFA. Þess má geta að Heimir kom Íslandi hæst í 18. sæti listans og skilur við Jamaíku í 53. sæti hans.
Fótbolti Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira