Borgarstjórinn vill ekki Greenwood: „Sá myndir sem særðu mig djúpt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2024 07:11 Benoit Payan er borgarstjóri Marseille og vill ekki að félagið kaupi Mason Greenwood frá Manchester United. Getty Manchester United hefur samþykkt kauptilboð Marseille í Mason Greenwood en ekkert verður af skiptunum ef borgarstjóri Marseille fær einhverju um það ráðið. Ákvörðun var tekin á síðasta ári að Greenwood myndi ekki leika aftur fyrir Manchester United þrátt fyrir að ákærur gegn honum um heimilisofbeldi hafi verið felldar niður. Hann var sendur til Getafe á láni á síðasta tímabili og nú leitast Manchester United við að losa sig algjörlega við hann. Olympique de Marseille er eitt af mörgum áhugasömum félögum og er sagt hafa boðið 30 milljónir punda í leikmanninn. Tilboð sem Manchester United féllst á en eftir stendur hvort Greenwood nái samkomulagi við Marseille og samþykki skiptin. Borgarstjórinn Benoit Payan mótmælti kaupunum harðlega. 🇫🇷❌ Mason Greenwood | “It’s a disgrace” – Marseille mayor Benoît Payan furious about potential arrival from Manchester United 🗨️ - "Greenwood's behaviour is unspeakable, unacceptable. Hitting his wife... I saw images that deeply shocked me. Attacking his wife in this way is… pic.twitter.com/RG2f9mKhpa— Sport Witness (@Sport_Witness) July 9, 2024 „Hegðun Greenwood er ólýsanleg, algjörlega óásættanleg… Ég sá myndir sem særðu mig djúpt. Að murka eiginkonu sína svona er engum manni stætt og ég vil ekki sjá hann í liðinu,“ sagði borgarstjórinn í viðtali á frönsku útvarpsstöðinni RMC. „Þetta samrýmist ekki gildum OM eða Marseille, sannkölluð skömm. Ég mun biðja Pablo Longoria [forseta Marseille] um að hætta við kaupin. Ég vil ekki sjá félagið mitt þakið þeirri skömm að hafa ofbeldismann innanborðs,“ hélt hann svo áfram. Franski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Ákvörðun var tekin á síðasta ári að Greenwood myndi ekki leika aftur fyrir Manchester United þrátt fyrir að ákærur gegn honum um heimilisofbeldi hafi verið felldar niður. Hann var sendur til Getafe á láni á síðasta tímabili og nú leitast Manchester United við að losa sig algjörlega við hann. Olympique de Marseille er eitt af mörgum áhugasömum félögum og er sagt hafa boðið 30 milljónir punda í leikmanninn. Tilboð sem Manchester United féllst á en eftir stendur hvort Greenwood nái samkomulagi við Marseille og samþykki skiptin. Borgarstjórinn Benoit Payan mótmælti kaupunum harðlega. 🇫🇷❌ Mason Greenwood | “It’s a disgrace” – Marseille mayor Benoît Payan furious about potential arrival from Manchester United 🗨️ - "Greenwood's behaviour is unspeakable, unacceptable. Hitting his wife... I saw images that deeply shocked me. Attacking his wife in this way is… pic.twitter.com/RG2f9mKhpa— Sport Witness (@Sport_Witness) July 9, 2024 „Hegðun Greenwood er ólýsanleg, algjörlega óásættanleg… Ég sá myndir sem særðu mig djúpt. Að murka eiginkonu sína svona er engum manni stætt og ég vil ekki sjá hann í liðinu,“ sagði borgarstjórinn í viðtali á frönsku útvarpsstöðinni RMC. „Þetta samrýmist ekki gildum OM eða Marseille, sannkölluð skömm. Ég mun biðja Pablo Longoria [forseta Marseille] um að hætta við kaupin. Ég vil ekki sjá félagið mitt þakið þeirri skömm að hafa ofbeldismann innanborðs,“ hélt hann svo áfram.
Franski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira