Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 10:27 Myndin sýnir fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði, en umrætt óhapp átti sér stað í fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. Vísir/Vilhelm Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar. Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar.
Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira