Lúsmý verði bráðlega komið um allt land Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:02 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að sumir sem bitnir hafi verið mest séu að finna minna fyrir bitinu. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum. Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn. Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn.
Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira