Williams-systur skutu föstum skotum að karlrembunni Butker Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 10:01 Systurnar báru sig vel á rauða dreglinum í gær. Serena til vinstri og Venus hægra megin. Kevin Mazur/Getty Images Systurnar Serena og Venus Williams sendu NFL-leikmanninum Harrison Butker væna pillu á ESPY-verðlaunahátíðinni vestanhafs í gærkvöld. Butker lét umdeild ummæli falla um hlutverk kvenna fyrir skemmstu. ESPY verðlaunahátíðin er haldin árlega vestanhafs hvar bandarískt íþróttafólk er heiðrað. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes var valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og körfuboltakonan A'ja Wilson kvennamegin. Serena Williams var kynnir á hátíðinni og jafnframt fyrsta svarta konan til að sinna því hlutverki. Hún var ásamt systur sinni Venus Williams og leikkonunni Quintu Brunson á sviðinu þegar Harrison Butker, liðsfélagi Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs, barst í tal í tengslum við íþróttir kvenna. Serena and Venus Williams took a shot at #Chiefs K Harrison Butker during tonight's ESPY Awards:pic.twitter.com/7jhacDECV7— Ari Meirov (@MySportsUpdate) July 12, 2024 „Svo njótið kvennaíþrótta líkt og þið mynduð njóta allra aðra íþrótta, vegna þess að þær eru íþróttir“ sagði Venus Williams. „Nema þú Harrison Butker. Við viljum þig ekki,“ sagði Serena. „Ekki á neinn hátt, nokkurn tímann,“ botnaði Brunson. Þær uppskáru mikinn hlátur en Butker hefur verið milli tannana á fólki í sumar vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt við útskriftarathöfn í háskóla í Kansas-fylki í maí. Butker fór þar mikinn. Hann lét gamminn geysa um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og gerði lítið úr baráttu hinsegin fólks. Þá sagði Butker flestar konur dreyma um að vera húsmæður og þóttu skoðanirnar sem hann viðraði um hlutverk kynjanna vera heldur forneskjulegar. Aðspurður um ræðuna í kjölfarið stendur Butker heilshugar við orðræðu sína og fékk því að heyra það á verðlaunahátíð gærkvöldsins. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan. Bandaríkin NFL Tennis Tengdar fréttir Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
ESPY verðlaunahátíðin er haldin árlega vestanhafs hvar bandarískt íþróttafólk er heiðrað. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes var valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og körfuboltakonan A'ja Wilson kvennamegin. Serena Williams var kynnir á hátíðinni og jafnframt fyrsta svarta konan til að sinna því hlutverki. Hún var ásamt systur sinni Venus Williams og leikkonunni Quintu Brunson á sviðinu þegar Harrison Butker, liðsfélagi Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs, barst í tal í tengslum við íþróttir kvenna. Serena and Venus Williams took a shot at #Chiefs K Harrison Butker during tonight's ESPY Awards:pic.twitter.com/7jhacDECV7— Ari Meirov (@MySportsUpdate) July 12, 2024 „Svo njótið kvennaíþrótta líkt og þið mynduð njóta allra aðra íþrótta, vegna þess að þær eru íþróttir“ sagði Venus Williams. „Nema þú Harrison Butker. Við viljum þig ekki,“ sagði Serena. „Ekki á neinn hátt, nokkurn tímann,“ botnaði Brunson. Þær uppskáru mikinn hlátur en Butker hefur verið milli tannana á fólki í sumar vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt við útskriftarathöfn í háskóla í Kansas-fylki í maí. Butker fór þar mikinn. Hann lét gamminn geysa um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og gerði lítið úr baráttu hinsegin fólks. Þá sagði Butker flestar konur dreyma um að vera húsmæður og þóttu skoðanirnar sem hann viðraði um hlutverk kynjanna vera heldur forneskjulegar. Aðspurður um ræðuna í kjölfarið stendur Butker heilshugar við orðræðu sína og fékk því að heyra það á verðlaunahátíð gærkvöldsins. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan.
Bandaríkin NFL Tennis Tengdar fréttir Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00
Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01
NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01