Það getur verið gott að búa til steind Ari Trausti Guðmundsson skrifar 12. júlí 2024 12:30 Holufyllingar eru ákaflega algengar í íslensku bergi. Þær eru úr steintegundum (steindum) sem safnast fyrir í sprungum, glufum og blöðrum bergsins. Svona útfellingar efnis verða ekki í þurru bergi heldur fyrir áhrif vatns sem streymir neðanjarðar. Það er svonefnt grunnvatn (fyrrum úrkoma) eða jarðhitavökvi eða sjór á mismunandi dýpi. Vatnið inniheldur virk efnasambönd, gjarnan gös, sem hafa áhrif á frumsteindinar er mynduðu grjótið í berggrunninum, t.d. ótal hraunlög. Víðast hvar er hann úr basalti á Íslandi; bergtegund með 3-4 megin frumsteindum. Við vel þekkt efnahvörf ganga gösin í samband við frumsteindirnar og úr verða algeng efnasambönd, ýmist kristallað efni eða myndlaust, líkt og gler. Það eru einmitt fyrrnefndar holufyllingar, öðru heiti steindir. Þannig safnast fyrir nýtt fast efni í opin rýmin og berggrunnurinn þéttist smám saman. Margar tegundir holufyllinga eru þekktar á Íslandi. Þær hafa safnast á milljónum ára í berggrunninn, niður á nokkurra kílómetra dýpi. Volgur eða heitur berggrunnur og volgt eða heitt vatn flýta gjarnan myndun holufyllinganna. Ferlið er núna að verki víða undir fótum okkar miklum mæli og þar ganga gös eins og koldíoxíð og brennisteinsgös í samband við efni úr grjótinu og mynda milljónir tonna af holufyllingum. Við verðum ekki vör við neitt. Gas streymir ekki úr jörðu við efnahvörfin svo neinu nemi. Í eldri hluta berggrunnsins, t.d. á Vestfjörðum Norðurlandi vestra og Austurlandi, hafa roföfl og veðrun afhjúpað forna hluta jarðskorpunar með miklu af holufylltu bergi. Holufyllingarnar sjást í klettum og steinum sem aflöng, ávöl, hvít eða lituð form, allt frá pínulitlum örðum upp í stóra massa. Mjög víða er hægt að tína hvíta eða marglita steina sem hafa losnað úr berginu. Það er áhugasvið margra: Að safna steinum, skrautsteinum, eins og það kallast. Í eldvirka hluta landsins og nágrenni þess sést lítið til holufyllinga af því þær myndast undir yfirborðinu en afhjúpast eftir mjög langa tíma. Myndun þeirra á Reykjanesskaga er í fullum gangi í ungum berggrunninum og enginn verður var við ferlið sem slíkt. Á Hellisheiði bætir maðurinn viljandi í útfellingar án mikilli átaka eða hávaða. Algengar holufyllingar heita zeólítar eða geislasteinar. Þeir eru aðallega úr sambandi kísils og súrefnis (í ætt við rúðugler). Sama má segja um tegundir eins og rauðan jaspís, glæran bergkristal, myndlausan kalsedón og glerkenndan ópal. Svo er það steindin kalsít (lika nefnd kalkspat), hvítt, smákristallað efnasamband kalsíums, kolefnis og súrefnis. Það er t.d. nokkuð skylt matarsóda (natríum í stað kalsíums) og meinlaust. Glær moli (kristall) kallast silfurberg eða Iceland spar á ensku. Flestar steindir eru ekki lausar við snefilefni og þess vegna er til grænn jaspís, fjólublár bergkristall, gulur ópall og brúnt kalsít. Ekkert slíkt finnst á yfirborði lands á Reykjanesskaga en nægir að heimsækja Esju eða Hvalfjörð í steinaleit. Það er lítið gagn að því að gera Carbfix-aðferðina við að steingera gróðurhúsagasið koldíoxíð tortrygglega eða jafnvel hættulega. Auðvitað kannast margir ekki við útfellingar steinda í berggrunni eða steindina kalsít. Þá er vænlegt að sem flest er þekkja til slíks segi frá staðreyndum, fólk hlusti með opnum huga og umræður snúist um gild rök og raunveruleikann. Okkur liggur mikið á að fjarlægja úr loftinu milljarða tonna af koldíoxíði með bindingu gassins um leið og losunin er minnkuð. Bindingin er mikil með gróðri til sjós og lands og hægt að hraða henni en samstímis knýr tíminn á um að hirða líka gasið úr útblæstri orku- eða iðjuvera og beint úr lofti eins og gert er á Heillisheiði. Ísland er framarlega í tækni og frumkvöðlastarfi á þessu sviði. Þessi stutta grein fjallar ekki um margar hliðar Coda-verkefnisins, bara einföld grunnatriði og steinefni. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Holufyllingar eru ákaflega algengar í íslensku bergi. Þær eru úr steintegundum (steindum) sem safnast fyrir í sprungum, glufum og blöðrum bergsins. Svona útfellingar efnis verða ekki í þurru bergi heldur fyrir áhrif vatns sem streymir neðanjarðar. Það er svonefnt grunnvatn (fyrrum úrkoma) eða jarðhitavökvi eða sjór á mismunandi dýpi. Vatnið inniheldur virk efnasambönd, gjarnan gös, sem hafa áhrif á frumsteindinar er mynduðu grjótið í berggrunninum, t.d. ótal hraunlög. Víðast hvar er hann úr basalti á Íslandi; bergtegund með 3-4 megin frumsteindum. Við vel þekkt efnahvörf ganga gösin í samband við frumsteindirnar og úr verða algeng efnasambönd, ýmist kristallað efni eða myndlaust, líkt og gler. Það eru einmitt fyrrnefndar holufyllingar, öðru heiti steindir. Þannig safnast fyrir nýtt fast efni í opin rýmin og berggrunnurinn þéttist smám saman. Margar tegundir holufyllinga eru þekktar á Íslandi. Þær hafa safnast á milljónum ára í berggrunninn, niður á nokkurra kílómetra dýpi. Volgur eða heitur berggrunnur og volgt eða heitt vatn flýta gjarnan myndun holufyllinganna. Ferlið er núna að verki víða undir fótum okkar miklum mæli og þar ganga gös eins og koldíoxíð og brennisteinsgös í samband við efni úr grjótinu og mynda milljónir tonna af holufyllingum. Við verðum ekki vör við neitt. Gas streymir ekki úr jörðu við efnahvörfin svo neinu nemi. Í eldri hluta berggrunnsins, t.d. á Vestfjörðum Norðurlandi vestra og Austurlandi, hafa roföfl og veðrun afhjúpað forna hluta jarðskorpunar með miklu af holufylltu bergi. Holufyllingarnar sjást í klettum og steinum sem aflöng, ávöl, hvít eða lituð form, allt frá pínulitlum örðum upp í stóra massa. Mjög víða er hægt að tína hvíta eða marglita steina sem hafa losnað úr berginu. Það er áhugasvið margra: Að safna steinum, skrautsteinum, eins og það kallast. Í eldvirka hluta landsins og nágrenni þess sést lítið til holufyllinga af því þær myndast undir yfirborðinu en afhjúpast eftir mjög langa tíma. Myndun þeirra á Reykjanesskaga er í fullum gangi í ungum berggrunninum og enginn verður var við ferlið sem slíkt. Á Hellisheiði bætir maðurinn viljandi í útfellingar án mikilli átaka eða hávaða. Algengar holufyllingar heita zeólítar eða geislasteinar. Þeir eru aðallega úr sambandi kísils og súrefnis (í ætt við rúðugler). Sama má segja um tegundir eins og rauðan jaspís, glæran bergkristal, myndlausan kalsedón og glerkenndan ópal. Svo er það steindin kalsít (lika nefnd kalkspat), hvítt, smákristallað efnasamband kalsíums, kolefnis og súrefnis. Það er t.d. nokkuð skylt matarsóda (natríum í stað kalsíums) og meinlaust. Glær moli (kristall) kallast silfurberg eða Iceland spar á ensku. Flestar steindir eru ekki lausar við snefilefni og þess vegna er til grænn jaspís, fjólublár bergkristall, gulur ópall og brúnt kalsít. Ekkert slíkt finnst á yfirborði lands á Reykjanesskaga en nægir að heimsækja Esju eða Hvalfjörð í steinaleit. Það er lítið gagn að því að gera Carbfix-aðferðina við að steingera gróðurhúsagasið koldíoxíð tortrygglega eða jafnvel hættulega. Auðvitað kannast margir ekki við útfellingar steinda í berggrunni eða steindina kalsít. Þá er vænlegt að sem flest er þekkja til slíks segi frá staðreyndum, fólk hlusti með opnum huga og umræður snúist um gild rök og raunveruleikann. Okkur liggur mikið á að fjarlægja úr loftinu milljarða tonna af koldíoxíði með bindingu gassins um leið og losunin er minnkuð. Bindingin er mikil með gróðri til sjós og lands og hægt að hraða henni en samstímis knýr tíminn á um að hirða líka gasið úr útblæstri orku- eða iðjuvera og beint úr lofti eins og gert er á Heillisheiði. Ísland er framarlega í tækni og frumkvöðlastarfi á þessu sviði. Þessi stutta grein fjallar ekki um margar hliðar Coda-verkefnisins, bara einföld grunnatriði og steinefni. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar