Foreldrar á 4. vaktinni Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Ólafsdóttir skrifa 12. júlí 2024 13:30 Þriðja vaktin hefur fengið töluverða umræðu síðustu ár og er þar verið að vitna í það huglæga sem fólk þarf að sinna umfram daglega vinnu. Í því felst að vera nokkurs konar verkstjóri yfir heimilinu, sjá um skipulag, eins og halda utan um afmæli, hvað þarf að kaupa inn í búðinni, huga að lærdómi barna, læknatímar og tómstundir barnanna. Þriðja vaktin er ósýnileg að því leytinu til að þetta er allt að gerast í kolli þess aðila sem ber ábyrgð á vaktinni. Þessi vakt er oft vanmetin og býr til auka álag á þann sem sinnir vaktinni. Önnur vaktin er síðan að sinna því sem þarf að gera, t.d. hver það er síðan sem sinnir skutlinu, fer með barnið til læknis, verslar í matinn. Fyrsta vaktin er að sinna hefðbundinni vinnu, námi eða endurhæfingu. Hvað er fjórða vaktin? Í þessu samhengi með vaktirnar þrjár þá viljum við ræða um þyngri aðra og þriðju vakt sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna standa á. Til að halda utan um þá vakt viljum við ræða um fjórðu vaktina því þetta er töluvert meira álag og vinna sem þessi hópur foreldra er að sinna. Þessi vakt eru ólík og misþung hjá hverri fjölskyldu en oft á tíðum eru nokkrir samnefnarar sem eru þyngri hjá þessum foreldrahópar. Þessir samnefnarar eru sem dæmi: Fleiri læknatímar og oft flókin lyfjamál. Flókið kerfi til að sigla í gegnum til að fá viðeigandi þjónustu fyrir sitt barn. Mikil upplýsingaleit og samtöl við ýmsa fagaðila til að finna þjónustu við hæfi. Fjöldi funda með fagaðilum, skólum og öðrum sérfræðingum. Meira skipulag til að mæta þörfum barnsins vel. Mikið af auka ferðum til að sinna þörfum barnsins, t.d. oft sem það þarf að keyra lengur til að sinna tómstundum hjá fötluðu barni. Ofan á þetta þá þarf að senda inn ógrynni af umsóknum og rökstuðningi til að tryggja að barnið fái sem bestu þjónustu. Það fylgir mikið af huglægum þáttum sem þarf að sinna þegar umönnunarþörfin er flóknari en gengur og gerist hjá öðrum foreldrum. Oft fylgir meira skipulag, undirbúningur og tími til að fara á viðburði og fyrir uppbrotsdaga í skólum. Því miður er það oft þannig að slíkir dagar eru of mikið fyrir börnin og þá enda foreldrar á að þurfa að vera með barnið heima eða í vinnunni. Þar að auki þá eru sérúrræðin fá og umsetin, þar af leiðandi eru fjöldi barna sem hafa fjölbreyttar stuðningsþarfir í almennu skólaúrræði sem er nær ekki nægilega vel að sinna þeirra þörfum. Því miður leiðir það oft til fleiri símtala, funda og úrræða til að reyna að mæta þörfum barnsins betur. Í verstu tilfellum endar það með að barn hættir að mæta í skólann og þá þurfa foreldrar að sinna barninu heima fyrir þrátt fyrir að það sé skólaskylda á Íslandi. Að létta á fjórðu vaktinni Það er margt hægt að gera til að létta á fjórðu vaktinni. Það er til dæmis hægt að gera með: Aðgengilegri upplýsingar. Fjölskyldan fengi reglulega kynningu á sínum réttindum. Skýrara umsóknarferli þegar sækja þarf um ýmsa þjónustu. Fleiri samþykkt hjálpartæki. Aðstoð við að gera heimili aðgengileg þegar það á við. Ráðgjöf og framkvæmdir. Barninu væri alltaf tryggt viðeigandi skólaúrræði. Að fjölskyldan ætti alltaf rétt á aðstoð inn á heimilið eins og við ætti í hverju tilfelli fyrir sig. Þegar foreldri þyrfti að hætta á vinnumarkaði vegna aðstæðna væri laun /greiðslur sem myndu tryggja afkomu þessarar fjölskyldu. Þetta er til í kerfinu og heitir foreldragreiðslur og er með ansi margar takmarkanir. Dæmi eru þar sem foreldragreiðslur eru ekki samþykktar þrátt fyrir að annað foreldri sé nú þegar alveg út af vinnumarkaði vegna aðstæðna. Skilningur frá nánasta umhverfi skiptir miklu máli og ef fólk getur hjálpað og létt á með fjölskyldunni. Það getur verið á ýmsa vegu og eru þarfir mismunandi. Best er að spyrja foreldrana hvað þeim vanti. Oft vanmetum við líka “litlu hlutina” og gleymum hvað það er hægt að hjálpa á fjölbreyttan hátt. Því miður hafa rannsóknir sýnt að kulnun er algengari hjá þessum hópi og það má rekja til þessa auka álags sem er til staðar. Slíkt bitnar á allri fjölskyldunni og gerir álagið enn meira og verður það á endanum ómannúðlega mikið álag á eina fjölskyldu. Hvernig getum við sem samfélag breytt eða létt stöðuna hjá þessum foreldrahópi? Höfundar halda úti hlaðvarpi sem heitir 4. vaktin en það fjallar um málefni fatlaðra og langveikra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þriðja vaktin hefur fengið töluverða umræðu síðustu ár og er þar verið að vitna í það huglæga sem fólk þarf að sinna umfram daglega vinnu. Í því felst að vera nokkurs konar verkstjóri yfir heimilinu, sjá um skipulag, eins og halda utan um afmæli, hvað þarf að kaupa inn í búðinni, huga að lærdómi barna, læknatímar og tómstundir barnanna. Þriðja vaktin er ósýnileg að því leytinu til að þetta er allt að gerast í kolli þess aðila sem ber ábyrgð á vaktinni. Þessi vakt er oft vanmetin og býr til auka álag á þann sem sinnir vaktinni. Önnur vaktin er síðan að sinna því sem þarf að gera, t.d. hver það er síðan sem sinnir skutlinu, fer með barnið til læknis, verslar í matinn. Fyrsta vaktin er að sinna hefðbundinni vinnu, námi eða endurhæfingu. Hvað er fjórða vaktin? Í þessu samhengi með vaktirnar þrjár þá viljum við ræða um þyngri aðra og þriðju vakt sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna standa á. Til að halda utan um þá vakt viljum við ræða um fjórðu vaktina því þetta er töluvert meira álag og vinna sem þessi hópur foreldra er að sinna. Þessi vakt eru ólík og misþung hjá hverri fjölskyldu en oft á tíðum eru nokkrir samnefnarar sem eru þyngri hjá þessum foreldrahópar. Þessir samnefnarar eru sem dæmi: Fleiri læknatímar og oft flókin lyfjamál. Flókið kerfi til að sigla í gegnum til að fá viðeigandi þjónustu fyrir sitt barn. Mikil upplýsingaleit og samtöl við ýmsa fagaðila til að finna þjónustu við hæfi. Fjöldi funda með fagaðilum, skólum og öðrum sérfræðingum. Meira skipulag til að mæta þörfum barnsins vel. Mikið af auka ferðum til að sinna þörfum barnsins, t.d. oft sem það þarf að keyra lengur til að sinna tómstundum hjá fötluðu barni. Ofan á þetta þá þarf að senda inn ógrynni af umsóknum og rökstuðningi til að tryggja að barnið fái sem bestu þjónustu. Það fylgir mikið af huglægum þáttum sem þarf að sinna þegar umönnunarþörfin er flóknari en gengur og gerist hjá öðrum foreldrum. Oft fylgir meira skipulag, undirbúningur og tími til að fara á viðburði og fyrir uppbrotsdaga í skólum. Því miður er það oft þannig að slíkir dagar eru of mikið fyrir börnin og þá enda foreldrar á að þurfa að vera með barnið heima eða í vinnunni. Þar að auki þá eru sérúrræðin fá og umsetin, þar af leiðandi eru fjöldi barna sem hafa fjölbreyttar stuðningsþarfir í almennu skólaúrræði sem er nær ekki nægilega vel að sinna þeirra þörfum. Því miður leiðir það oft til fleiri símtala, funda og úrræða til að reyna að mæta þörfum barnsins betur. Í verstu tilfellum endar það með að barn hættir að mæta í skólann og þá þurfa foreldrar að sinna barninu heima fyrir þrátt fyrir að það sé skólaskylda á Íslandi. Að létta á fjórðu vaktinni Það er margt hægt að gera til að létta á fjórðu vaktinni. Það er til dæmis hægt að gera með: Aðgengilegri upplýsingar. Fjölskyldan fengi reglulega kynningu á sínum réttindum. Skýrara umsóknarferli þegar sækja þarf um ýmsa þjónustu. Fleiri samþykkt hjálpartæki. Aðstoð við að gera heimili aðgengileg þegar það á við. Ráðgjöf og framkvæmdir. Barninu væri alltaf tryggt viðeigandi skólaúrræði. Að fjölskyldan ætti alltaf rétt á aðstoð inn á heimilið eins og við ætti í hverju tilfelli fyrir sig. Þegar foreldri þyrfti að hætta á vinnumarkaði vegna aðstæðna væri laun /greiðslur sem myndu tryggja afkomu þessarar fjölskyldu. Þetta er til í kerfinu og heitir foreldragreiðslur og er með ansi margar takmarkanir. Dæmi eru þar sem foreldragreiðslur eru ekki samþykktar þrátt fyrir að annað foreldri sé nú þegar alveg út af vinnumarkaði vegna aðstæðna. Skilningur frá nánasta umhverfi skiptir miklu máli og ef fólk getur hjálpað og létt á með fjölskyldunni. Það getur verið á ýmsa vegu og eru þarfir mismunandi. Best er að spyrja foreldrana hvað þeim vanti. Oft vanmetum við líka “litlu hlutina” og gleymum hvað það er hægt að hjálpa á fjölbreyttan hátt. Því miður hafa rannsóknir sýnt að kulnun er algengari hjá þessum hópi og það má rekja til þessa auka álags sem er til staðar. Slíkt bitnar á allri fjölskyldunni og gerir álagið enn meira og verður það á endanum ómannúðlega mikið álag á eina fjölskyldu. Hvernig getum við sem samfélag breytt eða létt stöðuna hjá þessum foreldrahópi? Höfundar halda úti hlaðvarpi sem heitir 4. vaktin en það fjallar um málefni fatlaðra og langveikra barna.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar