Heimur á heljarþröm 12. júlí 2024 16:01 Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar