Óttast að olíufélögin hækki álagningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 21:22 Runólfur segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að álagning á bensín og olíu hækki ekki, þegar bensín- og díselskattar verða felldir brott á næsta ári. Ívar Fannar/Vilhelm Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. „Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum. Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
„Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum.
Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50