„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2024 13:07 Einar Þór Sand formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi Vísir Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“ Veður Ísafjarðarbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“
Veður Ísafjarðarbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira