Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2024 20:05 Ragna Helgadóttir heimasætan í Kjarri og Stáli, sem er orðinn 26 vetra og gefur ekkert eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð. Í tengslum við Landsmót hestamanna á dögunum í Víðidal í Reykjavík þá var opið hús í Kjarri Þar, sem hægt var að koma í heimsókn í hesthúsið og hitta nokkra af hestunum og ábúendur. Mesta athygli eins og svo oft áður vakti stóðhesturinn Stáli, gamli höfðinginn, sem er orðinn 26 vetra. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Stáli á rúmlega 900 afkvæmi víða um land. „Hann er bara að njóta lífsins hér úti sumarsins gamli karlinn. Hann er í fínasta standi, feitur og flottur og fyljar merar á fullu,” segir Ragna Helgadóttir, heimasætan í Kjarri. Og þekkir hann öll folöldin sín? „Það hlítur að vera, hann er alveg bráðgáfaður,” segir Ragna skellihlæjandi. Stáli sló algjörlega í gegn á Landsmóti á Vindheimamelum 2006 og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7. vetra og eldri þar sem knapi var Daníel Jónsson. Stáli hlaut þar í aðaleinkunn 8,76 og setti þar með heimsmet. Hann fékk 8,26 fyrir byggingu og fyrir hæfileika fékk hann 9,09, þar af 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Stáli og Daníel Jónsson, knapi gerðu garðinn frægan saman á landsmótum og öðrum keppnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stáli er mjög sérstakur karakter, hann er mjög stoltur hestur, hann gerir mannamun. Hann er langbestur við pabba og á það til að stríða mér stundum en ég held að það lýsi honum best, hann er ofboðslega stoltur og tryggur hestur,” bætir Ragna við. Fjölmenni heimsótti Kjarr í opna húsinu, meðal annars tvíburabræðurnir Garðar (t.v.) og Gunnar Einarssynir, sem búa báðir á Selfossi og halda mikið upp á Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er frægasta afkvæmið hans? „Það eru Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum og Sindri frá Hjarðartúni, báðir alveg magnaðir hestar.” Mjög flott ræktunarstarf fer fram í Kjarri á hestum og plöntum en þar er líka gróðrarstöð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestar Ölfus Landsmót hestamanna Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Í tengslum við Landsmót hestamanna á dögunum í Víðidal í Reykjavík þá var opið hús í Kjarri Þar, sem hægt var að koma í heimsókn í hesthúsið og hitta nokkra af hestunum og ábúendur. Mesta athygli eins og svo oft áður vakti stóðhesturinn Stáli, gamli höfðinginn, sem er orðinn 26 vetra. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Stáli á rúmlega 900 afkvæmi víða um land. „Hann er bara að njóta lífsins hér úti sumarsins gamli karlinn. Hann er í fínasta standi, feitur og flottur og fyljar merar á fullu,” segir Ragna Helgadóttir, heimasætan í Kjarri. Og þekkir hann öll folöldin sín? „Það hlítur að vera, hann er alveg bráðgáfaður,” segir Ragna skellihlæjandi. Stáli sló algjörlega í gegn á Landsmóti á Vindheimamelum 2006 og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7. vetra og eldri þar sem knapi var Daníel Jónsson. Stáli hlaut þar í aðaleinkunn 8,76 og setti þar með heimsmet. Hann fékk 8,26 fyrir byggingu og fyrir hæfileika fékk hann 9,09, þar af 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Stáli og Daníel Jónsson, knapi gerðu garðinn frægan saman á landsmótum og öðrum keppnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stáli er mjög sérstakur karakter, hann er mjög stoltur hestur, hann gerir mannamun. Hann er langbestur við pabba og á það til að stríða mér stundum en ég held að það lýsi honum best, hann er ofboðslega stoltur og tryggur hestur,” bætir Ragna við. Fjölmenni heimsótti Kjarr í opna húsinu, meðal annars tvíburabræðurnir Garðar (t.v.) og Gunnar Einarssynir, sem búa báðir á Selfossi og halda mikið upp á Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er frægasta afkvæmið hans? „Það eru Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum og Sindri frá Hjarðartúni, báðir alveg magnaðir hestar.” Mjög flott ræktunarstarf fer fram í Kjarri á hestum og plöntum en þar er líka gróðrarstöð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hestar Ölfus Landsmót hestamanna Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira